Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 63

Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 63
JARÐSKJÁLFTl! 61 sviði jarðskjálftarannsókna. Spáin, sem gerð hafði verið um þennan jarðskjálfta, var áhrifamikil sönn- un þess, að vísindamenn eru nú að verða færir um að spá fyrir um jarð- skjálfta, hvar og hvenær þeir verða og jafnvel hversu öflugir þeir verða, en jarðskjálftar, ásamt flóðum þeim, eldsvoðum og skriðum, sem í kjölfar þeirra hafa fylgt, hafa valdið dauða milljóna manna á því tímaþili, sem mannkynssagan tekur til. Á síðasta áratug virðist þróun nýrrar og djarfrar jarðfræðikenningar loks hafa varpað ljósi á orsök jarð- skjálfta. Samkvæmt kenningu þess- ari sem nefnd er plötukenningin, samanstendur yfirþorð jarðar af um einni tylft af 100 km þykkum þerg- plötum. Þær , ,fljóta’ ’ ofan í hálfbráð- mni hraunleðjunni, sem tekur við neðan þeirra, og eru á stöðugri hreyfíngu fyrir verkan óþekktra afla. Þar sem þær mætast, hefur núning- urinn stundum þau áhrif, að þær festast hvor við aðra um stundar- sakir, en slíkt veldur svo síaukinni þenslu nálægt útjöðrum þeirra. Að því kemur svo, að klöppin springur, og þá geta plöturnar haldið áfram ,,reki” sínu. Það er þessi skyndilega lausn innibyrgðrar orku, sem veldur jarðskjálftum. (I Kaliforníu eru tvær slíkar risaplötur að renna hvor fram hjá annarri við San Andreas mis- gengissprunguna). En jarðskjálftar geta einnig orðið innan hverrar plötu, og er það kannski afleiðing af því, að dregið hefur úr styrkleika plötubyggingarinnar á þeim stöðum á eldsumbrotatímum fyrir æva löngu Vtðvaranir jarðskjálftabylgna. Þeg- ar árið 1910 kom Harry Reid jarð- fræðingur fram með þá hugmynd, að það ætti að vera unnt að segja til um, hvenær og hvar jarðskjálftar yrðu að öllum líkindum, með því að fylgjast mjög vel með þeirri auknu þenslu, sem myndast smám saman meðfram velþekktum misgengis- sprungum. En þá voru einfaldlega ekki fyrir hendi nægileg þekking, tæki né fjármagn til þess að koma upp mælingastöðvum meðfram mis- gengissprungunum, og reka þær. Jarðskjálftaspár vöktu því ekki mikla athygli fyrr en árið 1949, þegar hroðalegur jarðskjálfti varð á Garm- svæðinu í Sovétríkjunum, sem olli miklu tjóni og varð þúsundum manna að bana. Þessi hörmulegi at- burður hafði djúp áhrif á Sovétmenn og sendur var opinber vísindaleið- angur til svæðis þessa, þar sem jarð- hræringar voru tíðar. Áttu leiðang- ursmenn að reyna að komast að því, hvort um væri að ræða nokkur jarð- fræðileg viðvörunarmerki, sem ættu að geta varað íbúana við öðrum yfirvofandi jarðskjálftum. Árið 1971 tilkynntu sovéskir vís- indamenn, að þeir hefðu náð settu marki. Þeir sögðu, að þýðingarmesta viðvörunarmerkið væri fólgið í því, að breyting yrði á titringshraða jarðskjálftabylgna, sem bærust í gegnum jarðskorpuna. Vísindamenn hafa lengi vitað, að slíkur titringur dreifist út á við í tvenns konar jarðskjálftabylgjum. Aðalbylgjurnar valda því, að allt berg á vegi þeirra þrýstist fyrst saman og þenst síðan út í sömu átt og bylgjurnar stefna í. Aukabylgjurnar hafa sams konar áhrif á bergið, en valda því, að það hreyfist í átt, sem er lóðrétí við stefnu jarðskjálftabylgnanna. Þar eð aðalbylgjur hafa meiri hraða en auka- bylgjur, ná áhrif þeirra fyrst til jarðskjálftamælanna. Rússnesku vís- indamennirnir komust að því, að mismunurinn á komutíma áhrifa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.