Úrval - 01.04.1976, Page 64
62
aðalbylgna og aukabylgna til jarð-
skjálftamælanna tók að minnka tals-
vert allmörgum dögum, vikum eða
jafnvel nokkrum mánuðum á undan
jarðskjálfta. Að jarðskjálftanum liðn-
um varð þessi mismunur svo aftur
eðlilegur fyrir áhrif einhverra dular-
fullra afla. Því lengra, sem tímabil
hins óeðlilega jarðskjálftabylgjuhraða
var á undan jarðskjálftanum, þeim
mun kröftugri urðu jarðhræringarnar
Skýring á þessari þreytingu á
hraðamismun aðalbylgna og auka-
bylgna var þegar fyrir hendi. Á
sjöunda tug aldarinnar hafði hópur
vísindamanna undir stjórn Williams
Brace, jarðfræðings við Tækniháskóla
Massachusettsfylkis, komist að því
að fjöldi örsmárra sprungna mynd-
ast, áður en berg brestur, og stefna
sprungurnar í vissar áttir. Þetta fyrir-
brigði, sem nefnist „útþenslutil-
hneiging”, veldur því, að það hægir
á jarðskjálftabylgjum, þegar þær
fara í gegnum bergið, og þannig
berst rannsóknarmönnum viðvörun
um, að þar er að myndast síaukin
þensla.
Rússnesku uppgötvanirnar urðu til
þess að auka áhuga vísindamanna á
útþenslutilhneigingum. Þegar
sprungur myndast fyrst í jarðskorpu-
bergi, eykst styrkleiki þess, að áliti
vísindamannanna, þótt slíkt kunni
að virðast mótsagnakennt, og bergið
sýnir um hríð mótstöðu gagnvart
sprungumyndun. En samtímis því
hægir á ferð jarðskjálftabyignanna,
vegna þess að þær fara ekki eins
hratt í gegnum sprungið berg og
heilt. Smám saman tekur jarðvatn að
seytla inn í nýju sprungurnar í
útþöndu berginu. Þá verður titrings-
hraði jarðskjálftabylgnanna fljótlega
eðlilegur á nýjan leik. Vatnið dregur
einnig úr styrkleika bergsins, þangað
ÚRVAL
til bergið lætur loks undan og slíkt
veldur jarðskjálfta.
Vegna þess að sprungumyndunin 1
berginu eykur umfang þess, getur
útþenslutilhneigingin þar að auki
verið orsök þess, að skorpan lyftist og
hallast, en slíkt er undanfari sumra
jarðskjálfta. Japanir tóku til dæmis
eftir 5 sentimetra hækkun jarðskorp-
unnar, hvorki meira né minna en 5
árum á undan jarðskjálftanum mikla,
sem skók Niigata árið 1964.
Athuganir í Kína. Að fenginni
þessari nýju þekkingu hafa banda-
rískir og rússneskir vísindamenn spáð
rétt fyrir um nokkra jarðskjálfta í
kyrrþey. Skilningur á eðli jarðskjálfta
er orðinn eitt af hinum opinberu
keppikeflum kínverskra yfirvalda, og
sagt er, að Kínverjum hafi tekist að
spá rétt fyrir um samtals tíu jarð-
skjálfta á nokkrum undanfarandi
árum. Rétt áður en mikill jarðskjálfti
varð þar nýlega, birti kínverska rík-
isstjórnin viðvaranir til almennings
og lét flytja burt fólk af hættu-
svæðum.
Þegar sendinefnd bandarískra vís-
indamanna heimsótti kínverskar jarð-
skjálftarannsóknamiðstöðvar árið
1974, kom þeim mjög á óvart að
í landinu voru 10.000 þjálfaðir jarð-
skjálftasérfræðingar (meira en tíu
sinnum fleiri en í öllum Bandaríkj-
unum), og að þar voru reknar 17
meiri háttar eftirlitsstöðvar, sem fá
upplýsingar frá 250 jarðskjálftamæl-
ingastöðvum og 5.000 athugunar-
stöðum.
Kínverskir vísindamenn fylgjast
einnig vel með ýmsum merkjum,
sem álitin eru fyrirboðar jarðskjálfta,
enda þótt þau séu ekki jarðfræðilegs
eðlis, svo sem einkennilegri hegðun
dýra, en aðrar þjóðir hafa hingað til
ekki gefið slíkum merkjum gaum að