Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 64

Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 64
62 aðalbylgna og aukabylgna til jarð- skjálftamælanna tók að minnka tals- vert allmörgum dögum, vikum eða jafnvel nokkrum mánuðum á undan jarðskjálfta. Að jarðskjálftanum liðn- um varð þessi mismunur svo aftur eðlilegur fyrir áhrif einhverra dular- fullra afla. Því lengra, sem tímabil hins óeðlilega jarðskjálftabylgjuhraða var á undan jarðskjálftanum, þeim mun kröftugri urðu jarðhræringarnar Skýring á þessari þreytingu á hraðamismun aðalbylgna og auka- bylgna var þegar fyrir hendi. Á sjöunda tug aldarinnar hafði hópur vísindamanna undir stjórn Williams Brace, jarðfræðings við Tækniháskóla Massachusettsfylkis, komist að því að fjöldi örsmárra sprungna mynd- ast, áður en berg brestur, og stefna sprungurnar í vissar áttir. Þetta fyrir- brigði, sem nefnist „útþenslutil- hneiging”, veldur því, að það hægir á jarðskjálftabylgjum, þegar þær fara í gegnum bergið, og þannig berst rannsóknarmönnum viðvörun um, að þar er að myndast síaukin þensla. Rússnesku uppgötvanirnar urðu til þess að auka áhuga vísindamanna á útþenslutilhneigingum. Þegar sprungur myndast fyrst í jarðskorpu- bergi, eykst styrkleiki þess, að áliti vísindamannanna, þótt slíkt kunni að virðast mótsagnakennt, og bergið sýnir um hríð mótstöðu gagnvart sprungumyndun. En samtímis því hægir á ferð jarðskjálftabyignanna, vegna þess að þær fara ekki eins hratt í gegnum sprungið berg og heilt. Smám saman tekur jarðvatn að seytla inn í nýju sprungurnar í útþöndu berginu. Þá verður titrings- hraði jarðskjálftabylgnanna fljótlega eðlilegur á nýjan leik. Vatnið dregur einnig úr styrkleika bergsins, þangað ÚRVAL til bergið lætur loks undan og slíkt veldur jarðskjálfta. Vegna þess að sprungumyndunin 1 berginu eykur umfang þess, getur útþenslutilhneigingin þar að auki verið orsök þess, að skorpan lyftist og hallast, en slíkt er undanfari sumra jarðskjálfta. Japanir tóku til dæmis eftir 5 sentimetra hækkun jarðskorp- unnar, hvorki meira né minna en 5 árum á undan jarðskjálftanum mikla, sem skók Niigata árið 1964. Athuganir í Kína. Að fenginni þessari nýju þekkingu hafa banda- rískir og rússneskir vísindamenn spáð rétt fyrir um nokkra jarðskjálfta í kyrrþey. Skilningur á eðli jarðskjálfta er orðinn eitt af hinum opinberu keppikeflum kínverskra yfirvalda, og sagt er, að Kínverjum hafi tekist að spá rétt fyrir um samtals tíu jarð- skjálfta á nokkrum undanfarandi árum. Rétt áður en mikill jarðskjálfti varð þar nýlega, birti kínverska rík- isstjórnin viðvaranir til almennings og lét flytja burt fólk af hættu- svæðum. Þegar sendinefnd bandarískra vís- indamanna heimsótti kínverskar jarð- skjálftarannsóknamiðstöðvar árið 1974, kom þeim mjög á óvart að í landinu voru 10.000 þjálfaðir jarð- skjálftasérfræðingar (meira en tíu sinnum fleiri en í öllum Bandaríkj- unum), og að þar voru reknar 17 meiri háttar eftirlitsstöðvar, sem fá upplýsingar frá 250 jarðskjálftamæl- ingastöðvum og 5.000 athugunar- stöðum. Kínverskir vísindamenn fylgjast einnig vel með ýmsum merkjum, sem álitin eru fyrirboðar jarðskjálfta, enda þótt þau séu ekki jarðfræðilegs eðlis, svo sem einkennilegri hegðun dýra, en aðrar þjóðir hafa hingað til ekki gefið slíkum merkjum gaum að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.