Úrval - 01.04.1976, Síða 66
64
ÚRVAL
Félagar hennar hafa áhyggjur af
mögulegum afleiðingum slíkra spáa,
og því gaf hún út mikið rannsóknar-
rit í ágúst síðastliðnum, og ber það
heitið , Jarðskjálftaspár og opinber
stefna”. Þar er lýst yfir mikilli
andstöðu við þá skoðun, að jarð-
skjálftaspár mundu valda ofsa-
hræðslu og lama allt efnahagslíf.
Höfundar rannsóknarritsins lýsa yfir
því áliti sínu, að jarðskjálftaspár
hlytu að bjarga mannslífum, og að
slíkt eigi að hafa „algeran forgangs-
rétt”. Enn fremur er mælt með því,
að embættismenn, sem eru sérstak-
lega kosnir tii slíkra ábyrgðarstarfa,
ættu að birta slíkar viðvaranir, en
samt ekki fyrr en birt hefur verið
opinberlega spá, gerð af nefnd vís-
indamanna, sem skipuð hefur verið
af ríkisstofnun.
Tugir þúsunda manna, sem búa á
láglendinu fyrir neðan Van Norman-
stífluna í Kaliforníu, voru hætt
komnir fyrir fimm árum í jarðskjálft-
anum í San Fernandodalnum. Hefði
jarðskjálftinn staðið í nokkrar sek-
úndur í viðbót, hefði stíflan getað
látið undan. Þegar jarðskjálfti verður
næst á svæðinu við San Andreas-
misgengissprunguna, en að því hlýt-
ur að koma, kann svo að fara, að
tugþúsundir bandaríkjamanna verði
ekki eins heppnir.
★
Kona við nágrannakonu: ,,Ég get bara ekki vanist því að sjá skegg og
tíkarspena á sama höfði!”
Skrifstofustúlkan við starfssystur: ,,Það er alveg lýgilegt, hvað
forstjórinn springur oft — eins og það er litið púður í honum!”
LANGFERÐ Á SKÍÐUM UM SKÖGA OG TÚNDRUR.
Ferðamannaráðið í Arkangelsk við Hvítahaf skipuleggur langferðir
fyrir ferðamenn, og er gengið á skíðum um hina stóru frumskóga á
sovésku íshafsströndinni. Ferðin hefst frá skíðamiðstöð í grennd við
borgina. Þar dvelja þátttakendur þrjá fyrstu dagana og fara í stuttar
ferðir um nágrennið til þess að þjálfa sig fyrir langferðina. Hún tekur
níu daga og liggur um skóga og túndrur, um ísilögð vötn og flóa.
Þátttakendur gista í veiðimannakofum, sem nóg er af á þessum
slóðum. Á leiðinni er farið um dæmigerð norðurrússnesk þorp, þar
sem sjá má falleg dæmi um útskurðarlist og fleiri húsaskreytingar. Alls
eru skipulagðar 11 slíkar ferðir fram til loka marsmánaðar.
Þátttökugjaldið er mjög sanngjarnt, 15.000 krónur, og allt innifalið.
Skipuleggjendur ferðanna segja, að þær séu við hæfi svo að segja allra
venjulegra skíðamanna sem eru sæmilega á sig komnir líkamlega. Fyrir
öryggis sakir eru þó tveir hvíldardagar í skíðamiðstöðinni að
ferðalaginu loknu.