Úrval - 01.04.1976, Side 70

Úrval - 01.04.1976, Side 70
68 URVAL Ég var að svipast um eftir stað, þar sem ég gæti lagt frá mér veskið og pakkana, þar eð ég vildi ekki, að vogin sýndi neinn ónauðsynlegan þunga. Þá sagði kliðmjúk rödd rétt hjá mér: „Viltu, að ég haldi á veskinu, meðan þú vigtar þig, frú?” Það var telpa, líklega um 9 ára gömul, sem bar fram þessa spurn- ingu. Hún var búlduleit og hafði hina hvítu húð og rjóðu kinnar Kelt- anna. Rautt hár hennar var sítt, og blá augu hennar glóðu af lífsfjöri. Telpan var sem engill af himni sendurí þessum erfiðleikum mínum. Ég rétti henni veskið og pakkana og beindi síðan athygli minni að því að umreikna hinar bresku þungaeining- ar yfir í amerísk pund. Ég komst að því, að útkoman væri 132 amerísk pund. Vigtunin og umreikningurinn tók dálítinn tíma. Telpan beið eftir mér af stakri þolinmæði, eins og ég hafði búist við, þegar ég steig af voginni. Ég hefði samt ekki átt að búast við því, að hún væri þar enn. María Theresa hafði komið með vinkonu sinni til Woolworthdeildaverslunar- innar til þess að hnupla. Það var vitað um þetta atferli þeirra og annarra telpna, og því voru hafðar gætur á þeim. Þær voru að fara tómhentar út úr búðinni, þegar þær mættu mér rétt fyrir innan dyrnar og María Theresa tók við veski, sem var þungt af skiptimynt og troðfullt af seðlum. Vinkona hennar stakk upp á því, að þær læddust burt með veskið. María Theresa var nálægt dyrunum, og það yrði auðvelt fyrir þær að komast burt. ,,En hvers vegna gerðirðu það ekki?” spurði ég hana síðar. ,,Ég gat bara ekki stolið frá mann- eskju. ’ ’ Vinkona hennar yfirgaf okkur, og við María Theresa gengum út úr búðinni saman. Nú hafði alveg stytt upp og sólin hafði komið fram undan saffrangulum skýjum. Yst á gang- stéttinni voru tveir menn að leika á fiðlur. Þeir höfðu lagt húfur sínar á gangstéttina. Þeir voru kinnfiska- sognir með úfið hár. Jakkarnir þeirra voru stagbættir og fæturnir vafðir í strigapoka. Þeir fengu fiðlurnar til þess að emja og hrópa sögur um forna dýrð írlands og ranglæti, sem enn væri ekki hefnt fyrir. Ég naut tónleikanna og vildi gjarna greiða fyrir þá, en vildi samt ekki vekja athygli á mér með því að ganga yfir til þeirra. Ég fékk því telpunni við hlið mér pening og sagði: ,,Viltu gjöra svo vel að láta þetta í húfuna fyrir mig?” Hún tók við peningunum, fékk mér pakkana og gekk í áttina til þeirra. Þá sá ég hana raunverulega fyrsta sinni. Hún var sokkalaus, og fætur hennar voru bláir af kulda. Kjóllinn var heill, en ekki hreinn. Mér fannst hún enn tötralegri en fiðluleikararnir. Hún lét peninginn í húfuna, kinkaði glaðlega kolli til mannanna og sneri svo í áttina til mín. Það er ómögulegt að skilja, svona
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.