Úrval - 01.04.1976, Page 70
68
URVAL
Ég var að svipast um eftir stað,
þar sem ég gæti lagt frá mér veskið
og pakkana, þar eð ég vildi ekki,
að vogin sýndi neinn ónauðsynlegan
þunga. Þá sagði kliðmjúk rödd rétt
hjá mér: „Viltu, að ég haldi á
veskinu, meðan þú vigtar þig, frú?”
Það var telpa, líklega um 9 ára
gömul, sem bar fram þessa spurn-
ingu. Hún var búlduleit og hafði
hina hvítu húð og rjóðu kinnar Kelt-
anna. Rautt hár hennar var sítt, og
blá augu hennar glóðu af lífsfjöri.
Telpan var sem engill af himni
sendurí þessum erfiðleikum mínum.
Ég rétti henni veskið og pakkana og
beindi síðan athygli minni að því að
umreikna hinar bresku þungaeining-
ar yfir í amerísk pund. Ég komst að
því, að útkoman væri 132 amerísk
pund.
Vigtunin og umreikningurinn tók
dálítinn tíma. Telpan beið eftir mér
af stakri þolinmæði, eins og ég hafði
búist við, þegar ég steig af voginni.
Ég hefði samt ekki átt að búast við
því, að hún væri þar enn. María
Theresa hafði komið með vinkonu
sinni til Woolworthdeildaverslunar-
innar til þess að hnupla. Það var vitað
um þetta atferli þeirra og annarra
telpna, og því voru hafðar gætur á
þeim. Þær voru að fara tómhentar
út úr búðinni, þegar þær mættu mér
rétt fyrir innan dyrnar og María
Theresa tók við veski, sem var þungt
af skiptimynt og troðfullt af seðlum.
Vinkona hennar stakk upp á því, að
þær læddust burt með veskið. María
Theresa var nálægt dyrunum, og það
yrði auðvelt fyrir þær að komast burt.
,,En hvers vegna gerðirðu það
ekki?” spurði ég hana síðar.
,,Ég gat bara ekki stolið frá mann-
eskju. ’ ’
Vinkona hennar yfirgaf okkur, og
við María Theresa gengum út úr
búðinni saman. Nú hafði alveg stytt
upp og sólin hafði komið fram undan
saffrangulum skýjum. Yst á gang-
stéttinni voru tveir menn að leika á
fiðlur. Þeir höfðu lagt húfur sínar á
gangstéttina. Þeir voru kinnfiska-
sognir með úfið hár. Jakkarnir þeirra
voru stagbættir og fæturnir vafðir í
strigapoka. Þeir fengu fiðlurnar til
þess að emja og hrópa sögur um
forna dýrð írlands og ranglæti, sem
enn væri ekki hefnt fyrir. Ég naut
tónleikanna og vildi gjarna greiða
fyrir þá, en vildi samt ekki vekja
athygli á mér með því að ganga yfir
til þeirra. Ég fékk því telpunni við
hlið mér pening og sagði:
,,Viltu gjöra svo vel að láta þetta
í húfuna fyrir mig?”
Hún tók við peningunum, fékk
mér pakkana og gekk í áttina til
þeirra. Þá sá ég hana raunverulega
fyrsta sinni. Hún var sokkalaus, og
fætur hennar voru bláir af kulda.
Kjóllinn var heill, en ekki hreinn.
Mér fannst hún enn tötralegri en
fiðluleikararnir. Hún lét peninginn
í húfuna, kinkaði glaðlega kolli til
mannanna og sneri svo í áttina til
mín.
Það er ómögulegt að skilja, svona