Úrval - 01.04.1976, Síða 72
70
ÚRVAL
En nú hafði ég komið auga á auglýs-
ingaspjald, þar sem auglýst var fjöl-
leikahússýning í Limerick. Achilleyj-
an yrði kyrr á sínum stað, og ég fengi
kannski aldrei framar tækifæri til þess
að fara með Maríu Theresu Flynn í
fjölleikahús. Ég spurði hana, hvort
hún vildi koma með mér. Jú, hún
vildi það.
Ég fylgdi síðan Maríu að strætis-
vagninum, eftir að við höfðum
bundið það fastmælum að fara í fjöl-
leikahúsið og hún hafði lokið við
svínakóteletturnar, hvítkálið, kartöfl-
urnar og gæsaberjatertuna. Hún
hafði ekki haft neina peninga fyrir
fari í bæinn og hafði því falið
sig á gólfinu undir pilsi vinkonu
sinnar, þegar fargjöldin voru
innheimt.
Þetta frétti ég allt síðar. Og miklu
síðar hafði ég gert mér grein fyrir því,
hvernig líf hennar hafði í raun
og veru verið. Hún hafði orðið að
berjast stöðugt fyrir tilveru sinni og
orðið að leika á hinar harðneskju-
legu aðstæður sínar í lífsbaráttunni.
Hún hafði stöðugt orðið að reyna að
lifa lífinu, enda þótt hana skorti
flest til lífsviðurværis. Hvílík tilbreyt-
ing að stíga upp I strætisvagn og
borga fargjaldið! Þegar ég gaf Maríu
fyrir fargjaidinu, var ég að breyta
ótaminni, írskri ævintýrakonu í
ósköp venjulegan farþega.
Hún komst samt ekki klakklaust
til heimilis síns. Magi hennar, sem
var aðeins vanur brauði og tei og
stöku sinnum fiski og steiktum kart-
öflum, og þá í aðeins litlum skömmt-
um, réð ekki við ,,teið” mikla, sem
hún var nýbúin að hesthúsa. Hún
varð að yfirgefa strætisvagninn til
þess að kasta upp. Hún sagði mér
sfðar, að svona hefðu allar máltíðirn-
ar endað, sem ég gaf henni í Limerick.
Móðir hennar útskýrði einnig fyrir
mér aðstæðurnar mörgum árum
síðar. ,,Það er synd fyrir augliti
guðs að slá hendinni á móti gæðum
þeim, sem hann býður manni.”
Við María höfðum báðar mjög
gaman af að fara á fjölleikasýning-
una. Þetta var í fyrsta skipti, sem
hún hafði gert slíkt. Maður verður
ekki oft vitni að ósvikinni gleði, enda
er ekki margt fólk, sem getur fundið
til hennar né tjáð hana. Þegar indíáni
í fjölleikaflokknum hékk langan spöl
undir kviðnum á hesti sínum, sem
var á harðastökki, fórnaði María
höndum í stjórnlausri hrifningu
sinni. Það var líkt og hún væri að
hefja sig til flugs. Maður skynjar
stundum betur fegurð heimsins,
þegar hún birtist í andliti áhorfanda
en í sjálfum atburðinum.
Að sýningunni lokinni fórum við
í leigubíl heim til Maríu, sem bjó í
Kastalaherskálanum. Þetta var löng,
tveggja hæða bygging, sem lá i boga
meðfram steinsteyptum húsagarði.
Móðir Maríu, amma hennar og
börnin öll, sex að tölu, höfðu búið
þar í einu herbergi, þangað til
María var orðin 6 ára. Nú voru börnin
farin að stálpast, og fjölskyldan hafði
þá flutt I rýmri íbúð á neðri hæð-