Úrval - 01.04.1976, Side 72

Úrval - 01.04.1976, Side 72
70 ÚRVAL En nú hafði ég komið auga á auglýs- ingaspjald, þar sem auglýst var fjöl- leikahússýning í Limerick. Achilleyj- an yrði kyrr á sínum stað, og ég fengi kannski aldrei framar tækifæri til þess að fara með Maríu Theresu Flynn í fjölleikahús. Ég spurði hana, hvort hún vildi koma með mér. Jú, hún vildi það. Ég fylgdi síðan Maríu að strætis- vagninum, eftir að við höfðum bundið það fastmælum að fara í fjöl- leikahúsið og hún hafði lokið við svínakóteletturnar, hvítkálið, kartöfl- urnar og gæsaberjatertuna. Hún hafði ekki haft neina peninga fyrir fari í bæinn og hafði því falið sig á gólfinu undir pilsi vinkonu sinnar, þegar fargjöldin voru innheimt. Þetta frétti ég allt síðar. Og miklu síðar hafði ég gert mér grein fyrir því, hvernig líf hennar hafði í raun og veru verið. Hún hafði orðið að berjast stöðugt fyrir tilveru sinni og orðið að leika á hinar harðneskju- legu aðstæður sínar í lífsbaráttunni. Hún hafði stöðugt orðið að reyna að lifa lífinu, enda þótt hana skorti flest til lífsviðurværis. Hvílík tilbreyt- ing að stíga upp I strætisvagn og borga fargjaldið! Þegar ég gaf Maríu fyrir fargjaidinu, var ég að breyta ótaminni, írskri ævintýrakonu í ósköp venjulegan farþega. Hún komst samt ekki klakklaust til heimilis síns. Magi hennar, sem var aðeins vanur brauði og tei og stöku sinnum fiski og steiktum kart- öflum, og þá í aðeins litlum skömmt- um, réð ekki við ,,teið” mikla, sem hún var nýbúin að hesthúsa. Hún varð að yfirgefa strætisvagninn til þess að kasta upp. Hún sagði mér sfðar, að svona hefðu allar máltíðirn- ar endað, sem ég gaf henni í Limerick. Móðir hennar útskýrði einnig fyrir mér aðstæðurnar mörgum árum síðar. ,,Það er synd fyrir augliti guðs að slá hendinni á móti gæðum þeim, sem hann býður manni.” Við María höfðum báðar mjög gaman af að fara á fjölleikasýning- una. Þetta var í fyrsta skipti, sem hún hafði gert slíkt. Maður verður ekki oft vitni að ósvikinni gleði, enda er ekki margt fólk, sem getur fundið til hennar né tjáð hana. Þegar indíáni í fjölleikaflokknum hékk langan spöl undir kviðnum á hesti sínum, sem var á harðastökki, fórnaði María höndum í stjórnlausri hrifningu sinni. Það var líkt og hún væri að hefja sig til flugs. Maður skynjar stundum betur fegurð heimsins, þegar hún birtist í andliti áhorfanda en í sjálfum atburðinum. Að sýningunni lokinni fórum við í leigubíl heim til Maríu, sem bjó í Kastalaherskálanum. Þetta var löng, tveggja hæða bygging, sem lá i boga meðfram steinsteyptum húsagarði. Móðir Maríu, amma hennar og börnin öll, sex að tölu, höfðu búið þar í einu herbergi, þangað til María var orðin 6 ára. Nú voru börnin farin að stálpast, og fjölskyldan hafði þá flutt I rýmri íbúð á neðri hæð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.