Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 73
TENGSL MÍN VIÐ IRA
71
inni. En neðri hæðin hafði einnig
sína ókosti. Það voru engin baðher-
bergi í þessum íbúðum. Það var sal-
erni á bak við hvert eldhús, og það
notaði Flynnfjölskyldan einnig sem
kolageymslu. í svefnherbergjunum
voru næturgögn, sem spöruðu íbú-
unum næturferðir í gegnum eld-
húsið og pauf fram hjá kolabingnum
að salernisskálinni. í íbúðinni uppi
yfír þeim bjó fjölskylda með 12 börn.
I svefnherberginu þeirra var nætur-
gagnið oft fullt, svo að út af flóði.
Þegar slíkt gerðist, varð Flynnfíöl-
skyldan fyrir neðan sannarlega vör við
það.
Ég kom að vísu aldrei inn í svefn-
herbergin þeirra, en ýmislegt sem
María sagði mér um þau, gaf mér
góða hugmynd um, hvernig þau
væru. Þau áttu aðeins tvö lök, sem
,,voru aðeins þvegin, þegar við þurft-
um að fá lán út á þau hjá veðlán-
aranum.” Það voru ekki til neinir
náttkjólar né náttföt, að minnsta
kosti ekki fyrir börnin. Þau sváfu því
í nærbuxunum, sem þau gengu í á
daginn. Hitt herbergið var notað til
alls annars en að sofa í, til eldunar,
snæðings og gestamóttöku. Þar var
ekkert borð. Þegar lítið var um mat,
stóð móðirin við eldavélina og
afhenti hverju barni sinn sanngjarna
skammt. Annars hefði fyrsta hungr-
aða barnið, sem kom til þess að
borða, líklega ekki getað staðist þá
freistingu að taka til sín helminginn
af öllum matnum.
Kitty Flynn, sem hafði áður borið
ættarnafnið O’Reilly, var 32 ára
gömul. Hún var lágvaxin og feit-
lagin, með rjóðar kinnar og klið
mjúka og blíða rödd. Kitty var hrein-
gerningakona, en hún var einnig
hefðarkona í besta skilningi þess
orðs. Mamma hennar, sem var lítið
eldri en ég, var útslitin af alls konar
skakkaföllum og ógæfu, sem ég hafði
aldrei komist í kynni við. Hún sat
jafnan í ruggustól og ruggaði sér í
sífellu.
í næsta skipti, sem ég kom í heim-
sókn, sá ég Kötu. Hún var 12 ára
gömul og elst systkinanna. Hún var
ósvikin dóttir hins hermannlega
föðursíns, ósvikinn uppreisnarmaður
Hún var 173 sm á hæð. Hún var ekki
fölleit með rjóðar kinnar, heldur var
húð hennarsem brons á litinn. Hárið
var rauðjarpt og augabrúnirnar kol-
svartar. Augun voru dimmblá líkt og
öldurnar, sem vindurinn þeytir á
undan sér, dimmbláum undir óveð-
urshimni. Hún áleit mig ekki vera
slíkt furðuverk sem litlu systur
hennar tvær, þær Nellie og Deirdre,
og litlu bræðurnir tveir, þeir Kevin
og Martin, álitu mig vera. Hún hafði
verið ,,karlmaðurinn” í fjölskyld-
unni allt frá dauða föður síns og var
tortryggin gagnvart ókunnugum.
Mér var gefíð te, sem var alveg
lútsterkt, með sykri, en mjólkurlaust,
vegna þess að þau voru mjólkurlaus
í augnablikinu. Það var lítið um stóla
og því drakk ég teið standandi.
,,Gastu komist í gegnum Chicago
heil á húfí?” spurði móðirin. Svo