Úrval - 01.04.1976, Síða 74
72
ÚRVAL
bætti hún við hlæjandi. , Já, það má
nú reyndar sjáþað!”
, ,Ég flaug yfir Chicago.
,,Ég mundi nú ekki kæra mig um
að fara þar í gegn, sko, vegna allrar
þessara skothríða, drápa og rána.”
,,Eru margir asnar í Kaliforníu?”
spurði Kevin, elsti sonurinn.
Ég varð alveg mát. Ég hafði aldrei
leitt hugann að fjölda asna í Kali-
forníu. ,,Það eru miklu fleiri bílar
þar,” svaraði ég vesældarlega.
,,Ertu kaþólsk?” spurði Kata og
snéri sér nú að aðalatriðum málsins.
,,Ég er ekki kaþólsk,” svaraði ég.
Kata kinkaði kolli. Svipur hennar
sýndi, að þetta hafði hana alltaf
grunað.
Þegar við höfðum drukkið teið og
ég hafði kvatt fjölskylduna, kom
María hlaupandi niður stigann á eftir
mér.
„Mamma segir, að þú sért ,,al-
mennilegasta” konan, sem hún hef-
ur nokkru sinni hitt.”
Ég var ekki alveg viss um, við hvað
hún ætti nákvæmlega með þessari
yfirlýsingu. En það vakti mér mesta
ánægju að sjá, hversu hrifin María
var yfir því að geta gefið þessa
yfirlýsingu, sem virtist miklir gull-
hamrar að hennar áliti.
Heima i ,,Konunglega Georg”
tók ég eftir auglýsingaspjaldi um sýn-
ingu á „Glerdýrunum” eftir Tenn-
essee Williams, sem leikflokkur í
Limerick ætlaði að halda næsta
kvöld. Ef ég yrði í Limerick einn
sólarhring í viðbót til þess að sjá
sýringuna, yrði ég að hringja til
Achilleyjar og afturkalla herbergis-
pöntun mína þar. Mig langaði til
þess að sjá, hvernig írsku leikararnir
mundu meðhöndla taugaveiklaðar
leikpersónur frá Suðurríkjunum
vestra. En ég hefði samt ekki hætt
við margra ára áætlanir vegna þess
arna, heldur varð ég um kyrrt í Lim-
erick til þess að fá tækifæri til þess
að kynnast Maríu betur, já, og einnig
Kötu.
Hið grænleita, norræna rökkur
ríkti enn úti fyrir. í glugga mat-
vöruverslunar einnar var stúlka að
stafla niðursuðudósum 1 píramída,
bogagöng og alls konar þrep. Þetta
var eins þaulhugsað og súlnaraðirn-
ar í Stonehenge. Hún kom einni
dós fyrir í einu, og það virtist ekki
mega muna miklu, að allt hryndi.
Ég virti fyrir mér þessa sýningu ásamt
hálfri tylft annarra vegfarenda. Nú
hélt hún, að verkinu væri lokið.
Það héldum við einnig. Svo gekk hún
eitt skref aftur á bak og virri fyrir
sér meistaraverkið. Svo bætti hún
við einni dós. En það var nákvæm-
lega einni dós of mikið. Þær hrundu
allar í einn haug.
Einn af áhorfendum sagði þá með
hinni sérstæðu írsku kímnigáfu, sem
á svo auðvelt með að skilja kald-
hæðni tilverunnar. ,,Sko, þetta var
orðið alveg prýðilegt hjá henni, en
r-'O þurfti hún að eyðileggja það