Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 76
74
Orval
hendinni af dætrum sínum vegna
slíks tækifæris?”
,,Þær væru betur settar þar en í
Birmingham, ’ ’ svaraði hún.
Ég sagði ekki meira í þetta skiptið.
Ég hafði ekki rætt þetta við telpurnar
sjálfar. Ég hafði ekki rætt þetta við
manninn minn. Gat kona tekið þörn
upp á arma sína vegna þess, að hún
hafði hitt þau af tilviljun á götu úti?
Gat hún það frekar en maður gat
valið sér eiginkonu á þann hátt?
Síðar um kvöldið ræddi frú Flynn
við telpurnar um það, sem hafði farið
okkar á milli þá fyrr um kvöldið.
Og þær voru komnar í gistihúsið til
mín næsta morgun, áður en ég var
komin áfætur.
Kata sagði: ,,Ég hef beðið guð
þess alla ævi, að ég fái tækifæri til
þess að komast til Ameríku. Ég vissi
alltaf, að ég kæmist þangað. ’ ’
Við töluðum um kvöldverðinn,
sem við höfðum borðað kvöldið áður.
,,Það var frammistöðustúlka þar, sem
þekkir mig. En hún þekkti mig samt
ekki í nýja kjólnum mínum,” sagði
María. ,,Og þar sem hún hélt, að ég
væri einhver önnur, kannski rík
stúlka, ávarpaði hún mig eins og ég
væri líka einhver önnur. Mundir þú
tala til mín á annan hátt, ef þú
héldir, að ég væri rík?”
Þetta var erfið spurning. Hefði
hún verið rík, hefði ég sjálfsagt aldrei
yrt á hana. Þá hefði hún ekki verið
stödd í Woolworthdeildaversluninni
í von um að geta hnuplað einhverj-
um smáhlut. Hefði hún verið rík,
hefði ég ekki heldur tekið eftir
berum fótleggjum hennar, bláum af
kulda, og boðið henni að drekka te
með mér. Þörf hennar tengdist minni
þörf og magnaði hana.
Ég sagði Maríu sannleikann. ,,Ég
býst við, að við högum samræðum
okkar við fólk á dálítið mismunandi
hátt eftir því, hver á í hlut.”
Kata og guð vissu, að Kata að
minnsta kosti kæmist til Ameríku.
En Max, maðurinn minn, vissi það
ekki.
Það er sameiginlegt fyrirtæki eigin-
manns og eiginkonu að eignast og
eiga börn. í byrjun hjónabands
getur eiginkonan skýrt frá þessum
fréttum með því að láta eiginmann-
inn sjá pínulitlu skóna, sem hún
er að prjóna. En það verður að ganga
hreinna til verks, þegar eiginkonan
er orðin 55 ára, og Atlantshafið,
írlandshaf og heil heimsálfa aðskilur
hana og eiginmanninn.
Ég hafði samið langa lista yfir
nöfn væntanlegra barna minna, áður
en ég giftist. Það voru óvenjuleg
nöfn: Chapple og Reverdy og Cres-
cent. Ég var berklaveik árum saman,
og þá hefði meðganga og barns-
burður riðið mér að fullu eða ég hefði
sýkt börnin, og því virtist það fremur
gæfa en ógæfa, að við eignuðumst
engin börn.
En nú var ég þegar farin að hugsa
um stúlkurnar sem „telpurnar okk-