Úrval - 01.04.1976, Side 77

Úrval - 01.04.1976, Side 77
TENGSL MlN VID IRA 75 ar.” Allt gefst þeim, sem vit hefur á því að bíða. Ég lét mig dreyma um framtíðina, um okkur Max og dæt- urnar okkar tvær, sterku og herskáu stúlkuna og blíðlegu yngri systurina. I draumum mínum sváfu „telpurnar okkar” í raunverulegum rúmum, gengu í skóla öll unglingsárin og sungu í skólakórnum. Þær mundu búa við betri lífskjör, og líf okkar Max yrði einnig innihaldsríkara. Ég hringdi í Max og spurði hann: „Gætirðu komið hingað til mín? Ég þarf að heyra álit þitt. Ég þarf að taka þýðingarmikla ákvörðun, en ég get ekki gert það upp á eigin spýtur.” Max svaraði hlæjandi: ,,Það er lík- leg saga eða hitt þó heldur. ,,Ég get það ekki, sko, ekki í þessu máli.” Svo sagði ég honum frá Flynnsystrunum og fjölskyldu þeirra. ,,Það eru sjálfsagt hundruð, ef ekki þúsundir barna á Irlandi, sem eru verr á vegi stödd en þessar Flynnsystur. ’ ’ ,,Ég veit það. Ég er ekki að hugsa um að gera þetta vegna þarfa þeirra sjálfra. Ég býst við, að það sé frekar vegna minnar eigin þarfar. ,,Svo eru sérstök lög um kaþólsk börn, sem mótmælendur ætla að ættleiða. ,,Við höfum ekki minnst á ættleið- ingu. Það væri ekki sanngjarnt gagn- vart móðurinni.” ,,Ég geri þá ráð fyrir að koma á Þakkarhátíðardaginn. En þú skalt ekki binda of miklar vonir við þetta. ’ ’ Þegar Max kom til Limerick, fór ég strax með hann heim til Flynn- fjölskyldunnar þeim að óvörum, svo að hann gæti séð þau við venjulegar aðstæður. Þegar við vorum komin til gisti- hússins að heimsókninni lokinni, sagði hann: ,,Við verðum víst að hætta á það.” Hann hafði rætt við Kitty Flynn, á meðan ég fór í göngu- ferð með systrunum niður að Shann- onfljóti. ,, Og hvað sagði frú Flynn ? ’ ’ ,,Hún leit mjög skynsamlega á þetta allt saman.” írum er lýst sem viðkvæmu og hjátrúarfullu fólki, sem beri tilfinn- ingarnar utan á sér, en í rauninni eru þeir mjög raunsæir og hagsýnir. Það þarf ekki annað en að Iíta til þeirra íra, sem hafa komist áfram í Ameríku, til þess að gera sér grein fyrir þessu. ,,Hún veit, að þetta er alveg ein- stakt tækifæri fyrir þær, tækifæri, sem þær fá aðeins einu sinni á ævinni, og jafnframt því veitir þetta hinum systkinunum betri möguleika Hún veit, að hvert þeirra hinna fær þá meira í sinn hlut en annars hefði verið. Hún sagði: ,,Ég mundi skammast mín frammi fyrir augliti guðs, ef ég felldi tár yfir því.” Móðirin var samþykk þessu, og telpurnar voru áfjáðar í að fara. En það er ekki hægt að flytja þegna eins lands til annars án heilmikillar skriffinnsku. Það liðu því fjórir mánuðir, þangað til gengið hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.