Úrval - 01.04.1976, Síða 78
76
ÍJRVAL
verið frá öllum löglegum, trúarlegum
og alþjóðlegum atriðum þessa máls.
Og þá fyrst gátu þær Kata og
María lagt af stað til Ameríku.
Það komu upp ýmis vandamál,
sem við höfðum ekki búist við,
vandamál fyrir þær og vandamál fyrir
okkur Max. Stúlkurnar héldu til
dæmis, að þær væru að flytja til
fólks, sem lifði eins og Clark Gable
og Carole Lombard. Vonbrigði þeirra
voru mikil, og gremja okkar Max
var ekki minni. En við lifðum þetta
öll af.
Kitty Flynn hefur komið þrisvar
til Ameríku til þess að hitta dætur
sínar og barnabörnin þrjú, sem okkur
þykir öllum svo vænt um.
Systurnar segja stundum: „Hvern-
ig gat það gerst, að við skyldum verða
svona heppnar?” Og hvað sjálfa mig
snertir, spyr ég þær einnig sömu
spurningar.
En er rétt að kalla þetta heppni?
Fundir okkar urðu fyrir tilviljun,
að vísu. En slíkir atburðir hefðu
getað gerst í Limerick, án þess að
þræðir lífs míns og þeirra samtvinn-
uðust á svo náinn hátt. María Theresa
vísar jafnvel á bug sterkari orðum,
svo sem „forlögum” og „örlögum”.
Hún segir: „Forlögin em bara það,
sem maður hefur búið sig undir allt
lífið.”
Hafi hún rétt fyrir sér, höfðum við
verið að búa okkur undir að treysta
öðrum, að hætta á breytingar á lífs-
háttum og elska þá, sem eiga það
skilið, jafnvel þegar þeir hinir sömu
em manni alveg ókunnugir.
En hvað svo sem við köllum þetta,
var þarna um gæfuspor að ræða.
Hvað svo sem olli þessu, jafnvel
smáatriði eins og sápulausa og
þvottaklútalausa gistihúsið „Kon-
unglegi Georg”, Woolworthverslun-
in með birgðir sínar af sápu og
þvottaklútum og fyrst og fremst með
Maríu sem hafði haldið á veskinu
mínu og fengið mér það aftur,
þá er ég þakklát fyrir þetta allt
saman. ,,Okkar heppni var hin
dæmigerða „heppni íranna”, og ég
þakka guði fyrir gjafir hans.
Nútímastúlka við vinkonu sína: „Ég er búin að fá nóg af öllum
þessum þroskandi og persónuvíkkandi samböndum. Nú vií ég
giftast.”
Ökuprófdómarinn við nema, sem féll: ,Jú, auðvitað er þetta
ergilegt fyrir þig — en minnstu þess, hve bensínið er orðið dýrt!”