Úrval - 01.04.1976, Side 95
DAUÐINNÁ ÍSNUM
að ekki bærust fréttir um, að skip
hefði farist með aliri áhöfn.
En selveiðimennirnir voru jafn
bjartsýnir og endranær. Það var alltaf
sama sagan á hverju ári. Hver og einn
vonaði, að einmitt hans skip fyndi
stóra hópinn — mestu benduna af
kæpandi urtum. Þó vissu allir árið
1914, að gullöld selveiðanna var
liðin, því síðustu árin hafði meðal-
veiðin aðeins verið um 200 þúsund
skinn. En ennþá gat skip, sem lenti
í góðum selahópi, komið með ærna
veiði heim. Árið 1910 hafði hver af
áhöfn Abes skipstjóra fengið 148
dollara, og það var hlutur, sem alla
dreymdi um. Þess vegna gleymdu
þeir, að meðalhlutur á skipum Abes
var aðeins 51 dollar á ári.
,,Nýfundnaland” hélt frá Wesley-
ville 12. mars. Stálskipin áttu ekki að
fara fyrr en daginn eftir. Svona voru
reglurnar. Gömlu timburskipin
fengu eins sólarhrings forskot frá
heimahöfn. Klukkan 10 hinn 14.
mars kom Wes auga á stálskipaflot-
ann, þá var „Stephano,” skip föður
hans, í fararbroddi. Þau nálguðust
ört, og um miðjan dag voru bæði
„Stephano” og „Florizel”, sem
eldri bróðir Wes, Joe, stjórnaði
komin langtframúr.
Wes hefði gjarna viljað hafa
samband við hin skipin, en það var
ekki talstöð um borð í „Nýfundna-
landi.” Hún hafði einhvern tíma
verið þar, en útgerðin hafði látið taka
hana úr, af því að hún var of dýr að
dómi útgerðarinnar. Og þess vegna
93
hafði Wes komist að samkomulagi
við föður sinn.
,,Ef þú getur haldið þig þannig
að þú sjáir til okkar, sonur sæll,”
sagði gamli maðurinn, ,,skal ég reisa
aftari löndunarrána, þegar við finn-
um selina.” Enginn fékk sér svona
samkomulag til, þótt feðgarnir sigldu
hvor fyrir sína útgerð, og útgerðirnar
væru keppinautar.
En Wes horfði lengi á eftir
„Stephano”, þar sem skipið hvarf í
norðvestur. Þegar hann loksins næði
hinum gangmikla ísbrjóti, væru
flestir selanna komnir í lest hjá
honum.
Opinberlega hefst selveiðin á
messu heilags Patreks, 15. mars, en
þann dag sátu stálskipin föst í ísnum.
Fjögur skip, þeirra á meðal ,,Steph-
ano”, urðu að sprengja sér leið með
dínamlti. Það var ekki fyrr en 20.
mars, að flotinn — að „Nýfundna-
landi” og tveimur öðrum skipum
undanskildum — fann seli. En aðal-
hópur urtanna sást hvergi, né heldur
, ,Nýfundnaland”.
Því gamli trédallurinn sat fastur
í ísnum, og Wes örvænti því meir,
sem dagarnirurðu fleiri. Veiðitíminn
stóð í hæsta lagi í þrjár vikur. Að
þeim tíma liðnum stungu kóparnir
sér í sjóinn, og þá var vonin um
aflahlut skipverja að engu orðin.
Þeir losnuðu loks hinn 27. mars,
og , ,Nýfundnaland” gat haldið
áfram til norðvesturs. Skömmu síðar
kom Wes auga á lítinn selahóp.
„Náið þeim,” skipaði skipstjórinn.