Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 97

Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 97
DA UÐINN Á ISNUM 95 „Pabbi sér um ykkur, þegar þið komið þangað,” hélt Wes áfram. ,,Ef þar er mikið af sel, hafið þið nóg að gera allan daginn, og það verður orðið of áliðið til að þið komist aftur hingað. Tvær vaktir geta þá sofið um borð í „Stephano” og aðrar tvær I,, Florizel. ’ ’ Dawson kinkaði aftur kolli. Hvorki Abe eða Joe Kean myndu amast við þvi að mennirnir frá Wes fengju að liggja eina nótt. í dögun var himinninn logarauð- ur. Það var síðasti dagur mars, og það var vor í lofti. „Florizel”, ,,Steph- ano” og „Bellaventure” voru í um 10 ktlómetra fjarlægð til norðvest- urs. Þeir á „Nýfundnalandi” heyrðu gjammið í kópunum í morgunkyrrð- inni, og klukkan 5 voru mennirnir frá hinum skipunum teknir til óspilltra málanna. Wes hugsaði um áætlunina, sem hann hafði gert kvöldið áður. Hann hafði svolitlar áhyggjur af ungu mönnunum, sem stýrðu vöktunum fjórum. Hann var ekki viss um, hvort þeir kynnu að vinna saman, þegar enginn einn yfirmaður væri yfir þeim öllum. Bara að hann hefði getað sent Tuff með þeim sem aðalstjórnanda. Tuff hafði 17 ára reynslu í selveið- um, þótt hann væri bara þrjátíu og tveggja ára. En nú var hann stýri- maður, og bar því ekki skylda til að fara út á ísinn með mönnunum. Wes fann Tuff uppi í brú. Hann stóð með sjónaukann fyrir auganu og horfði í norðvestur. Nú var fullt af fólki á ísnum, og það lék ekki vafl á því, að Abe Kean hafði komist í feitt. ,,Við getum vel gengið þarna yfir- um,” sagði Tuff. ,,Ég hef oft gengið lengra enþetta.” ,,Ertu að meina, að þú hafír ekkert við það að athuga að taka að þér stjórnina?” spurði Wes. ,,Ég held nú síður, skipstjóri.” Wes varp öndinni léttar. ,,Þið skuluð bara taka stefnuna á „Steph- ano”, sagði hann. „Pabbi vísar ykkur á selina. Ég get ekki gefið ykkur fyrirmæli um, hvað þið eigið að gera, þegar þið eruð komnir svona langt. Þú verður að þjarga því. En verði orðið framorðið,” bætti hann við og lagði á það áherslu, „verðið þið að vera í „Stephano” í nótt. Það var móða í lofti, og gíll rann fyrir sólu. Nokkrar gamalreynd- ar kempur á skipinu gutu augum á sólina og hristu höfuðin. „Þetta lofar ekki góðu,” sagði Stephen Jordan. „Það er illveðurí nánd.” En flestir létu þetta sem vind um eyru þjóta. Sólin var svo heit á þilfarinu að vatnsgufan rauk upp af því; það yrði hlýtt að ganga yfir tsinn. Nokkrir fóru úr þyngstu hlífðarföt- unum og stukku með þau niður til að ganga frá þeim í kojunum sínum. Svo hélt Tuff niður á ísinn, og hinir héldu á eftir. Mennirnir gengu í röð, og til að sjá var eins og löng, svört slanga hlykkjaðist yfír breðann. Það varð kyrrt í kringum skipið, sem var blýfast í ísnum og ekki leið á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.