Úrval - 01.04.1976, Page 102

Úrval - 01.04.1976, Page 102
100 URVAL því nægan tíma til að finna selina og komast aftur til skipsins, áður en dimmt yrði. Félagar hans létu skammaryrðin fjúka, en fylgdu honum svo, þegar hann lagði af stað í suðvestur. Þegar þeir höfðu lagt um einn kílómeter að baki, fundu þeir selahóp, sem þeim fannst nokkuð athugavert, því Abe hafði sagt þrjá kílómetra. Gat þetta þýtt, að þeir væru komnir tveimur kílómetrum of langt vestur og væru þar með miklu lengra frá skipinu en þeir höfðu talið? Það var óhugsandi, sagði Tuff, og ýtti tilhugsuninni frá sér ,,Við skulum þá kála þessum selum, drengir,” hrópaði hann. En dýrin voru ekki ýkja mörg, og Tuff fór um hundrað metrum lengra suðvestur og fann annan flokk. En hann var mun minni, og nú runnu á hann tvær grímur. Vindurinn kom nú í áköfum rokum og snjókomuna herti stöðugt. Allt benti til, að stormurværií nánd. Hingað til hafði Tuff lokað eyrunum fyrir mótmælum félaga sinns, en nú þorði hann ekki að fresta heimferðinni lengur. ,,Við verðum að láta selina eiga sig og reyna að fínna skipið,” sagði hann. ,,Það er minnst sex tíma ferð!” sagði einn mannanna. „Finnum við skipið aftur yfir- leitt?” spurði annar. Tuff sagði frá því, sem Abe skipstjóri hafði sagt honum. Skip þeirra var beint suðaustur af þeim stað, sem þeir voru settir út á ísinn. Síðan höfðu þeir gengið góðan spöl til suðvesturs, og þess vegna áttu þeir nú að taka stefnu í austsuðaustur, því þá kæmu þeir á slóðina frá morgnin- um í svo sem kílómeters fjarlægð frá „Nýfundnalandi.” Þetta ætti ekki að vera mjög margbrotið. Þú ferð fyrstur, Dawson,” sagði hann við einn bátsmannanna. „Austsuðaustur, þangað til þið fínn- slóðina okkar frá í morgun. Ég kem á eftir og rek á eftir dratthölunum.” Veðrið var orðið til muna verra, og snjórinn var farinn að safnast í skafla, þegar hópurinn lagði af stað. En þrátt fyrir storminn voru menn vongóðir. Kuldinn var ekki mjög bítandi, og það gat breytt yfir í regn, Klukkuna vantaði kortér í eitt. En eftir tvo tíma skall stormurinn á, snöggt eins og hendi væri veifað. En næstum um leið barst hrópið aftur eftir röðinni. Það var Dawson, sem fyrstur hrópaði: ,,Hér er slóð- in!” Hættan var afstaðin, og mann- skapurinn hresstist allur. Áður en langt um liði yrðu þeir komnir um borð í skip sitt með krús af brenn- heitu tei fyrir framan sig. Nú gat ekki verið meira en svo sem kílómeter til skipsins, og það voru enn tveir rímar eftir fram í myrkur. Slóðin var glögg, þetta myndu þeir ömgglega hafa af þrátt fyrir veðrið. En eftir aðeins um tvöhundmð metra urðu þeir fyrir áfalli, sem skaut þeim heldur en ekki skelk í bringu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.