Úrval - 01.04.1976, Síða 102
100
URVAL
því nægan tíma til að finna selina og
komast aftur til skipsins, áður en
dimmt yrði.
Félagar hans létu skammaryrðin
fjúka, en fylgdu honum svo, þegar
hann lagði af stað í suðvestur. Þegar
þeir höfðu lagt um einn kílómeter að
baki, fundu þeir selahóp, sem þeim
fannst nokkuð athugavert, því Abe
hafði sagt þrjá kílómetra. Gat þetta
þýtt, að þeir væru komnir tveimur
kílómetrum of langt vestur og væru
þar með miklu lengra frá skipinu en
þeir höfðu talið? Það var óhugsandi,
sagði Tuff, og ýtti tilhugsuninni frá
sér
,,Við skulum þá kála þessum
selum, drengir,” hrópaði hann. En
dýrin voru ekki ýkja mörg, og Tuff
fór um hundrað metrum lengra
suðvestur og fann annan flokk. En
hann var mun minni, og nú runnu á
hann tvær grímur. Vindurinn kom
nú í áköfum rokum og snjókomuna
herti stöðugt. Allt benti til, að
stormurværií nánd. Hingað til hafði
Tuff lokað eyrunum fyrir mótmælum
félaga sinns, en nú þorði hann ekki
að fresta heimferðinni lengur. ,,Við
verðum að láta selina eiga sig og
reyna að fínna skipið,” sagði hann.
,,Það er minnst sex tíma ferð!”
sagði einn mannanna.
„Finnum við skipið aftur yfir-
leitt?” spurði annar.
Tuff sagði frá því, sem Abe
skipstjóri hafði sagt honum. Skip
þeirra var beint suðaustur af þeim
stað, sem þeir voru settir út á ísinn.
Síðan höfðu þeir gengið góðan spöl
til suðvesturs, og þess vegna áttu þeir
nú að taka stefnu í austsuðaustur, því
þá kæmu þeir á slóðina frá morgnin-
um í svo sem kílómeters fjarlægð frá
„Nýfundnalandi.” Þetta ætti ekki að
vera mjög margbrotið.
Þú ferð fyrstur, Dawson,” sagði
hann við einn bátsmannanna.
„Austsuðaustur, þangað til þið fínn-
slóðina okkar frá í morgun. Ég kem á
eftir og rek á eftir dratthölunum.”
Veðrið var orðið til muna verra,
og snjórinn var farinn að safnast í
skafla, þegar hópurinn lagði af stað.
En þrátt fyrir storminn voru menn
vongóðir. Kuldinn var ekki mjög
bítandi, og það gat breytt yfir í regn,
Klukkuna vantaði kortér í eitt.
En eftir tvo tíma skall stormurinn
á, snöggt eins og hendi væri veifað.
En næstum um leið barst hrópið
aftur eftir röðinni. Það var Dawson,
sem fyrstur hrópaði: ,,Hér er slóð-
in!”
Hættan var afstaðin, og mann-
skapurinn hresstist allur. Áður en
langt um liði yrðu þeir komnir um
borð í skip sitt með krús af brenn-
heitu tei fyrir framan sig. Nú gat ekki
verið meira en svo sem kílómeter til
skipsins, og það voru enn tveir rímar
eftir fram í myrkur. Slóðin var glögg,
þetta myndu þeir ömgglega hafa af
þrátt fyrir veðrið.
En eftir aðeins um tvöhundmð
metra urðu þeir fyrir áfalli, sem skaut
þeim heldur en ekki skelk í bringu.