Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 103
DAUÐINNÁ ÍSNUM
101
Við slóðina barðist hárautt flagg 1
rokinu. Á því var talan 198.
Þetta var eitt af flöggunum frá
, .Stephano. ’ ’ Þeir höfðu farið hjá því
um morguninn, þá komnir að
minnsta kosti sex kílómetra frá
, ,Nýfundnalandi. ’ ’
, Ja, hvert í...! Eruð þið alveg vissir
um, að þetta sé sama flaggið?”
,,198 — já, það er sama núm-
erið.”
,,Þá eigum við æðispöl eftir!”
Nú náði hræðslan nokkrum tökum
á þeim. Þeir voru uppgefnir, storm-
urinn hrelldi þá, og þeir áttu minnst
fímm tíma göngu fyrir höndum á
þessum skelfilega ísi.
Abram Kean hlaut að hafa sett þá
af á röngum stað. Illur grunur Tuffs,
sem vaknaði er hann fann selina
miklu fyrr en hann hafði búist við,
var nú staðfestur. En hann herti sig
upp. „Félagar,” hrópaði hann. ,,Það
lítur út fyrir, að Abe skipstjóri hafí
siglt með okkur lengra til vesturs
en hann hélt. En það þýðir ekkert
að velta vöngum yfir því. Við vitum
þó að minnsta kosti, hvar við erum.”
Þeir hefðu átt að láta fyrir berast
þar sem þeir voru, til næsta dags.
Þar höfðu þeir selskinn, sem þeir
gátu brennt, nóg selkjöt að borða,
og þeir hefðu getað grafið sér skjól í
votan snjóinn. En það datt engum
í hug, og þöglir héldu þeir í átt
til skipsins, þótt allir vissu, að þeir
gætu aldrei náð þangað fyrir myrkur.
Síðdegis þennan sama dag var
Jessie að kenna þekknum sínum í
litla skólanum, sem Hjálpræðisher-
inn rak í Doting Cove, langt fyrir
norðan St. John’s. Það hafði snjóað
jafnt og þétt síðan um hádegi, og
um þrjúleytið kom vindhviða, sem
svipti upp dyrunum svo harkalega,
að allir hrukku við. Jessie stökk til að
loka dyrunum, og þegar hún stóð
með höndina á hurðarhúninum, sá
hún allt í einu glatt andlit Cecils
fyrir hugskotssjónum sínum. Það fór
hrollur um hana. Hún reyndi að
einbeita sér að kennslunni, en
árangurslaust. Andliti Cecils skaut
upp aftur og aftur, og hún gat ekki
ýtt hugsuninni um hann frá sér.
Á ísauðnunum í norðri héldu
áhafnir „Florizel” og „Stephano”
áfram að veiða selina langt fram eftir
degi. En þegar veðrið tók að versna,
var farið að hirða mannskapinn um
borð, án tillits til þess hver átti að
vera á hvoru skipinu. Undir kvöldið
hittust skipin til þess að skiptast
á mannskap, ogjoe notaði tækifærið
til að kalla til föður síns úr brúnni.
Hann myndaði lúður með höndun-
um og hrópaði:
,,Hvar eru mennirnir af ,,Ný-
fundnalandi?”
Abe Kean bandaði frá sér með
hendinni og hrópaði á móti: ,,Það
væsir ekki um þá!”
Joe hafði enga ástæðu til að efast
um fullvissu föður síns, svo honum
létti. En áhöfninni á „Stephano”