Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 106

Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 106
104 lengd. Samt var Mouland ekki ánægður. ,,Svo gerum við skjólgarða fyrir báða enda!” skipaði hann. Mennirn- ir mölduðu í móinn, bölvuðu og formæltu, en það var enginn bilbug- ur á Arthur Mouland og mennirn- ir hlýddu. Á hinum jökunum urðu múrarnir aldrei nema í axlarhæð. Þá létu mennirnir við svo búið sitja. Þeir kveiktu eld og fóru að tína í sig fábrotið nestið. Flestir urðu að láta sér nægja að maula kex, en nokkrir höfðu haframjöl, síróp og rúsínur í malpokum sínum. FYRSTA NÖTTIN. Kuldinn jókst, og skjólveggirnir gátu ekki bægt honum frá. Nú kom hann æðandi úr norðri og helltist yfir mennina. Þeir hópuðust saman umhverfis eldana, en þeir höfðu ekki annað brenni en merkjastengurnar, og ekki leið á löngu þar til síðustu neistarnir kulnuðu. Stuttu fyrir miðnætti þéttist loks loftrakinn í heita loftinu, sem hafði gefið storminum styrk, og í staðinn fyrir snjóinn kom ísköld rigningar- demba, svo mennirnir á ísnum urðu gegndrepa. Þeir þjöppuðu sér saman til að hafa yl og skjól hver af öðrum, en aðeins á jaka Moulands var hægt að tala um nokkra líðan hjá mönnun- um. Þar var múrinn nógu hár og þéttur ti! að veita skjól, en þar varð snjórinn líka að krapi, sem ÚRVAL laumaðist í gegnum skinnklæðn- aðinn. , ,Haldið ykkur á hreyfingu! ’ ’ skip- uðu foringjarnir. ,,Þið frjósið í hel, ef þið hreyfið ykkui ekki!” Þeir hoppuðu í sömu sporum og eigruðu um, svo sljóir, að þeir vissu varla hvað þeir voru að gera, og fæturnir voru þungir sem blý. í rúman klukkutíma hellirigndi, en svo breyttist vindáttin allt í einu aftur, nú til norðnorðvesturs, og nú kom kuldinn. Regnið varð að hagli. Frostið varð raunar ekki nema rúm- lega 10 stig, en með þessum stormi var kuldinn bitrari en 30 gráðu frost í logni. Fötin stokkfrusu utan á mönnunum, grýlukertin héngu af augabrúnum þeirra og skeggbrodd- um, hendur og fætur voru aðeins tilfinningalausir klumpar, og flestir áttu fullt í fangi með það eitt að halda sér á fótunum. Það hefði verið miklu léttbærara að leggjast í snjóinn og láta kuldann þrengja sér inn í hjarta og heila. En inn á milli voru nokkrir, sem enginn bilbugur var á, eins og Jesse Collins. Það var hann, sem tók stjornina á jaka Tuffs. ,,Ekki gefast upp, félagar,” sagði hann hvað eftir annað. ,,Haldið ykkur á hreyfingu! Nú skulum við fiska! Gerið færin klár!” Og dugnaður hans smitaði frá sér. Þeir beittu ósýnilega öngla með ósýnilegri beitu, köstuðu ímynduð- um færum fráímynduðum bátum og drógu inn færin, allt saman eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.