Úrval - 01.04.1976, Side 108

Úrval - 01.04.1976, Side 108
106 ÚRVAL vasann lengur — vasinn var lokaður með ís — en hann hafði í tæka tíð komið skroinu upp í vettlinginn. Þegar hann ætlaði að fá sér nýja tuggu, ýtti hann rjólinu upp eftir úlnliðnum, beit af endanum og lét afganginn renna aftur ofan eftir höndinni ofan í vettlinginn. Ég skal heim með andiitið, sagði hann hvað eftir annað við sjálfan sig. Það var verra með frændann. ,,Cecil, ég verð að setjast andar- tak,” tautaði Ralph. „Bara í fimm mínútur.” ,,Nei,” hvíslaði Cecil, sem hafði enga rödd lengur. ,,Þú ferð ekki af fótunum.” Foreldrar Ralph myndu aldrei fyrirgefa Cecil, ef hann kæmi heim án Raiphs. Flestir tórðu af nóttina á jökum Moulands og Collins, vegna þess hve leiðtogarnir voru einbeittir. En jaki Dawsons var eins og kirkju- garður. Alls staðar voru hvítar þústir, þar sem fótur, handleggur eða öxl stóð upp úr snjónum. Og svo sljóir sem mennirnir voru, litu þeir undan með hryllingi, þegar þeim varð litið á þvílíka þúst. Loks hætti að snjóa, en stormur- inn hélst og harðafrost. Enn skóf töluvert. Þeir, sem enn voru á lífi, voru með blöðrur og bláa bletti framan í sér. Ralph Mouland lét fallast á ísinn. , ,Ég gefst upp, ’ ’ stundi hann. Cecil dró skonrok upp úr malpok- anum sínum. ,,Þú verður að fá eitt- hvað í þig,” sagði hann. En Ralph gat ekki bitið af skonrokinu. ,,Þá tygg ég það fyrir þig,” sagði Cecil. Flann beit í, tuggði og mataði frænda sinn á tuggunni. Eftir nokkra stund hafði Ralph náð sér svo, að hann komst á fætur og gat eigrað áfram. Á rápi sínu um jakann stóðu þeir einu sinni augiiti til auglits við Tuff. ,Jæja, George foringi,” hvíslaði Cecil, ,,hvað segirðu um þetta?” Beiskja var fjarstæð eðli Cecils, og þetta var það næsta sem hann komst að bera fram ásökun. , ,Enginn okkar verður til frásagnar um það, sem hér er að gerast, svaraði Tuff. ,JÚ, ég,” svaraði Cecil. Hann sá andlit Jessie fyrir hugskotssjónum sínum. ,,Ég ætla ekki að krókna.” Svo skjögraði hann áfram með Ralph í eftirdragi. Skömmu eftir hádegi lægði storm- inn smástund, og Tuff áleit sig sjá „Nýfundnaland” við sjónarrönd til hlés. Hann tók með sér tvo menn til að kanna þetta nánar, en þeir voru ekki komnir nema svo sem hundrað metra, þegar stormurinn kom aftur, greip þá og kastaði þeim niður á ísinn. Þeim tókst að dragast í skjól við mikinn ísdrang, en þar urðu þeir að láta fyrir berast. Þeir höfðu ekki orku til að berjast á móti storminum og komast til hinna. En seint og síðar meir lægði storminn aftur, og Tuff klöngraðist upp á ís- drangann til að litast um. Það var ekkert skip að sjá. Svo langt sem augað eygði — og það var líklega
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.