Úrval - 01.04.1976, Síða 109

Úrval - 01.04.1976, Síða 109
DAUDINNÁ ÍSNUM 107 þriggja kílómetra skyggni — sást ekki tangur né tetur af skipi. En þegar kom fram á daginn birti svo mikið upp, að sólin kom fram milli skýjanna. Geislar hennar voru svo bjartir, að mennina skar í augun. Tuff lét augun hvarfla um sjóndeild- arhringinn — og að þessu sinni var það enginn vafi. Það var nýr þróttur í rödd hans, sem hljómaði út yfír kuldann: ,,Félagar, okkur er borgið! Það er skip að koma! Þeir sáu það allir, stórt stálskip, sem kom í áttina til þeirra. ,,Bella- venture.” Það krusaði inn á milli jakanna, enn í leit að selahópum, og stefndi til þeirra. Tuff, Jesse og Coll- ins lögðu þegar af stað til móts við skipið. Fjarlægðin gat ekki verið meira en þrír kílómetrar. A jaka Arthurs Moulands höfðu mennirnir einnig veitt skipinu eftirtekt, og Arthur lagði af stað með frænda sinn, Elias Mouland, til að leita hjálpar hjá „Bellaventure.” Þegar Tuff kom að jaka Arthurs Mouland, voru þeir Arthur og Elias þegar komnir hátt í tvo kílómetra á Ieið. Það var svo að sjá, sem þeir væru komnir mjög nærri skipinu, sem virtist hafa numið staðar. Og raunar voru mennirnir tveir komnir svo nærri, að þeir sáu mann við borð- stokkinn. En það voru enn fimm eða sexhundruð metrar milli þeirra og skipsins, og sá spölur var þakinn íshröngli, sem þeir komust ekki yfir. ,,Við erum svo nærri, að þeir ættu að geta séð okkur,” sagði Arthur. Elias var með einn merkjafána „Nýfundnalands” um hálsinní stað- inn fyrir trefíl. Arthur tók fánann af honum og festi hann við selagogg- inn sinn. Svo klöngraðist hann upp á hæsta ísdranginn, sem hann fann, veifaði þar fánanum og öskraði eins og hann hafði krafta til. Elias klifraði upp á annan drang og veifaði þar öllum öngum og hrópaði, en vindur- inn bar hróp þeirra frá skipinu. ,,Bellaventure” sneri hlið að þeim, og það var skelfilegt að sjá skipið svona nærri og þó svo fjarlægt. Það leyndi sér ekki, að menn voru settir út á ísinn hinum megin af skipinu, því enginn leit í átt til Arthurs og Eliasar. Eftir nokkra stund sneri þetta stóra skip við og sigldi burtu. Arthur og Elias sáu þrjá veiðimenn á ísnum, er þeir voru önnum kafnir við verk sitt og litu ekki upp. Brátt var „Bellaverture” ekki annað en skuggi í fjarska og Arthur og Eliast störðu á eftir skipinu. Tuff hafði fylgst með því, sem fram fór, frá jaka Moulands, og nú rann hinn skelfilegi sannleikur upp fyrir honum: Þeirra var ekki leitað, af því að engin vissi, að þeir voru týndir. Þeir gátu geispað golunni, allir sem einn, og enginn myndi uppgötva það, fyrr en það væri um seinan. En nú, þegar öll sund virtust endanlega lokuð, kom Tuff loks auga á „Nýfundnaland.” Skipið var unt fímm til sex kílómetra frá þeim,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.