Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 109
DAUDINNÁ ÍSNUM
107
þriggja kílómetra skyggni — sást ekki
tangur né tetur af skipi.
En þegar kom fram á daginn birti
svo mikið upp, að sólin kom fram
milli skýjanna. Geislar hennar voru
svo bjartir, að mennina skar í augun.
Tuff lét augun hvarfla um sjóndeild-
arhringinn — og að þessu sinni var
það enginn vafi. Það var nýr þróttur
í rödd hans, sem hljómaði út yfír
kuldann: ,,Félagar, okkur er borgið!
Það er skip að koma!
Þeir sáu það allir, stórt stálskip,
sem kom í áttina til þeirra. ,,Bella-
venture.” Það krusaði inn á milli
jakanna, enn í leit að selahópum, og
stefndi til þeirra. Tuff, Jesse og Coll-
ins lögðu þegar af stað til móts við
skipið. Fjarlægðin gat ekki verið
meira en þrír kílómetrar. A jaka
Arthurs Moulands höfðu mennirnir
einnig veitt skipinu eftirtekt, og
Arthur lagði af stað með frænda sinn,
Elias Mouland, til að leita hjálpar hjá
„Bellaventure.”
Þegar Tuff kom að jaka Arthurs
Mouland, voru þeir Arthur og Elias
þegar komnir hátt í tvo kílómetra á
Ieið. Það var svo að sjá, sem þeir væru
komnir mjög nærri skipinu, sem
virtist hafa numið staðar. Og raunar
voru mennirnir tveir komnir svo
nærri, að þeir sáu mann við borð-
stokkinn. En það voru enn fimm eða
sexhundruð metrar milli þeirra og
skipsins, og sá spölur var þakinn
íshröngli, sem þeir komust ekki yfir.
,,Við erum svo nærri, að þeir ættu
að geta séð okkur,” sagði Arthur.
Elias var með einn merkjafána
„Nýfundnalands” um hálsinní stað-
inn fyrir trefíl. Arthur tók fánann af
honum og festi hann við selagogg-
inn sinn. Svo klöngraðist hann upp
á hæsta ísdranginn, sem hann fann,
veifaði þar fánanum og öskraði eins
og hann hafði krafta til. Elias klifraði
upp á annan drang og veifaði þar
öllum öngum og hrópaði, en vindur-
inn bar hróp þeirra frá skipinu.
,,Bellaventure” sneri hlið að
þeim, og það var skelfilegt að sjá
skipið svona nærri og þó svo fjarlægt.
Það leyndi sér ekki, að menn voru
settir út á ísinn hinum megin af
skipinu, því enginn leit í átt til
Arthurs og Eliasar. Eftir nokkra stund
sneri þetta stóra skip við og sigldi
burtu. Arthur og Elias sáu þrjá
veiðimenn á ísnum, er þeir voru
önnum kafnir við verk sitt og litu
ekki upp. Brátt var „Bellaverture”
ekki annað en skuggi í fjarska og
Arthur og Eliast störðu á eftir
skipinu.
Tuff hafði fylgst með því, sem
fram fór, frá jaka Moulands, og nú
rann hinn skelfilegi sannleikur upp
fyrir honum: Þeirra var ekki leitað, af
því að engin vissi, að þeir voru
týndir. Þeir gátu geispað golunni,
allir sem einn, og enginn myndi
uppgötva það, fyrr en það væri um
seinan.
En nú, þegar öll sund virtust
endanlega lokuð, kom Tuff loks auga
á „Nýfundnaland.” Skipið var unt
fímm til sex kílómetra frá þeim,