Úrval - 01.04.1976, Síða 110

Úrval - 01.04.1976, Síða 110
108 URVAL greinilega ennþá fast í ísnum. Það var aðeins um tveggja tlma skíma eftir, en Tuff lagði strax af stað með fámennan hóp með sér. Vindurinn nísti þá í bakið og ísinn var verri yfirferðar en nokkm sinni fyrr, en Tuff var örvæntingarfullur og knúði menn sína fast. Hvað eftir annað sökk hann í og varð votur í fót, en tók varla eftir því. Það skipti ekki máli núna, aðeins ef hann næði til skipsins. Þeir vom aðeins komnir um þrjá kílómetra, þegar sólin stóð á hafs- brún. Það var varla von um það nú, að þeir sæjust frá skipinu, en, eins og Tuff sagði: ,,Ef þeir bara láta loga á luktunum, hljótum við að finna þá. ’ ’ En í þeirri andrá stigu svartir reykjarbólstrar upp úr reykháfi ,,Ný- fundnalands.” Skipið tók að bifast. Það skelfilegasta og óskiljanlegasta hafði gerst. Fram að þessu hafði ísinn haldið skipinu í spennitreyju, en nú, þegar lífið reið á að það sæti um kyrrt, lét ísinn það laust. Enginn um borð hafði minnsta möguleika á að eygja þennan fámenna hóp, sem stóð í rökkrinu úti á ísnum á bakborða. Það vom heldur engar líkur til, að skipið kæmist í sjónmál við dauða og deyjandi á ísjökunum. Nú varð ekkert framar að gert. George Tuff hneig niður á ísinn, grúfði andiitið niður að hnjám og brast í grát. ÖNNUR NÓTT. Fyrri nóttin á ísnum hafði verið martröð, en sú seinni var ólýsanleg. Flestir voru gersamlega örmagna, sáu sýnir og heyrðu raddir. Suma greip bræðiköst, áður en þeir féllu í dvala og lífið fjaraði út, aðrir urðu hreinlega vitstola, köstuðu sér í sjóinn og hurfu. En í öðrum brann lífsviljinn enn. Þeir héldu sig á ferli og gættu þess að hætta aldrei að hreyfa sig. Þeir skjögmðu, hrösuðu og drógust hver um annan undir ísbláu tungli, eins og skmmskældar afturgöngur í dauðadansi. Það var ekki aðeins kuldinn, heldur líka hungur og þorsti, sem lagðist á þá. Einn rak hníf í hönd sér og drakk sitt eigið bióð, áður en hann lagðist niður og dó. Meira að seg;a Jesse Collins virtist nú vera bugaður. Hann hafði neytt allra ráða, beitt fortölum og ofbeldi, til þess að halda hinum veikbyggðari við, en nú átti hann ekki lengur þrek til að hjálpa sjálfum sér. ,,Við lifum ekki þessa nótt af,” sagði hann við einn félaga sinn og seig niður á hnén til að fela sig guði á vald. Það höfðu aðrir gert á undan honum og lágu nú stíffrosnir í bænarstellingum. En Jesse slóst ekki í hóp með þeim. Hann reis aftur á fætur, hugarhægra af bæninni, og reiðubúinn að halda baráttunni áfram. Cecil Mouland hafði líka haldið sig á stöðugri hreyfingu í tvo sólar- hringa. Fram að þessu hafði hann haft andlit Jessiear sér fyrir hugskot- sjónum, og hún hafði veitt honum styrk. En nú fór hann að sjá aðrar sýnir. Einu sinni sá hann ,,Ný-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.