Úrval - 01.04.1976, Síða 111

Úrval - 01.04.1976, Síða 111
DAUÐINN Á ÍSNUM fundnaland” koma siglandi í áttina til þeirra. Hljóðlaust leið það gegn- um ísinn. „Komdu, Ralph, komdu! ’ ’ hvíslaði hann rámur og dró frændann með sér. En skipið hvarf jafn snöggt og það hafði birst, og ekkert var sjánlegt annað en ísauðn- in. í annað sinn vaknaði hann af draumi, þar sem hann og Ralph börðu á einhverjar dyr og báðu um að hleypa sér inn. Dyrnar, sem ekki opnuðust, var ísdrangur, sem lokaði leið þeirra. Þessi yfírþyrmandi kuldi svipti þá allri skynjun á því, hvar þeir voru. Einn mannanna tautaði, að hann ætlaði bara að skella sér í kojuna, um leið og hann lagðist á ísinn og dó. Þannig létust margir. Aðrir dóu sitjandi, syngjandi, biðjandi, ein- staka snöggþagnaði í miðju hrópi. Og alla nóttina söng vindurinn tilbreytingarlaust dauðasöng sinn, og, nóttin ætlaði aldrei að taka enda. Þetta var helvíti, eilíf útskúfun, þetta var allt, sem þeir áttu eftir. Þegardagaði, hafði smáþústunum á ísnum fjölgað til muna, og fæstir þeirra, sem enn tórðu, gátu ennþá hreyft sig. Þeir, sem enn skjögruðu um, gátu fæstir séð nema fáeina metra fram fyrir sig. Snjórinn og kuldinn höfðu blindað þá. Arthur Mouland var enn meðal þeirra sterkustu. Þegar birti, kom hann auga á fjögur skip: „Steph- ano”, „Florizel”, „Bellavente” og „Nýfundnaland, ’ ’ Frostið hafði lokað 109 vökunum, og nú hlaut ísinn að vera greiðari yfirferðar. , ,Eg held við ættum að reyna að ná okkar eigin skipi,” sagði Arthur við Tuff. „Það lítur út fyrir, að það sé innifrosið aftur.” Tuff sá ekki langt frá sér, en hann gat ennþá gengið. Hann lagði af stað í þessa síðustu göngu, ásamt Arthuri og tveimur öðrum, sem enn voru rólfærir. Mouland fór fyrir og valdi auðveldustu leiðina, yfir opinn og sléttan ís, þar sem líka var möguleiki að þeir sæjust frá skipinu. Það voru aðeins um 500 metrar eftir að „Ný- fundnalandi,” þegar Tuff féll. „Ég kemst ekki lengra,” stundi hann. Mouland kR'ngraðist upp á ís- drang. Þarna var skipið — rétt hjá. Hann veifaði rg hrópaði, en fékk ekkert svar. En skammt frá var eitthvað, sem bærði á sér á ísnum. „Þarna er selur!” hrópaði hann til Tuffs. „Einn selur!” „Reyndu að ná honum, Arthur,” stundi Tuff. „Þú ert með sela- gogginn!” Mouland tókst að vinna á selnum, og bar úr honum hjartað og nokkrar kjötlengjur til hinna. Langsoltnir mennirnir söddu hungur sitt þegj- andi. ,Jæja, George, hvernig gengur það núna?” spurði Mouland, en þeir höfðu matast. „Vel, Arthur,” svaraði George Tuff. „Nú kemst ég ögn lengra.” Hann gat rétt greint sína eigin fætur, en heldur ekki meira. Félagar hans tóku sinn undir hvorn handlegg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.