Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 111
DAUÐINN Á ÍSNUM
fundnaland” koma siglandi í áttina
til þeirra. Hljóðlaust leið það gegn-
um ísinn. „Komdu, Ralph,
komdu! ’ ’ hvíslaði hann rámur og dró
frændann með sér. En skipið hvarf
jafn snöggt og það hafði birst, og
ekkert var sjánlegt annað en ísauðn-
in. í annað sinn vaknaði hann af
draumi, þar sem hann og Ralph
börðu á einhverjar dyr og báðu um að
hleypa sér inn. Dyrnar, sem ekki
opnuðust, var ísdrangur, sem lokaði
leið þeirra.
Þessi yfírþyrmandi kuldi svipti þá
allri skynjun á því, hvar þeir voru.
Einn mannanna tautaði, að hann
ætlaði bara að skella sér í kojuna, um
leið og hann lagðist á ísinn og dó.
Þannig létust margir. Aðrir dóu
sitjandi, syngjandi, biðjandi, ein-
staka snöggþagnaði í miðju hrópi.
Og alla nóttina söng vindurinn
tilbreytingarlaust dauðasöng sinn, og,
nóttin ætlaði aldrei að taka enda.
Þetta var helvíti, eilíf útskúfun, þetta
var allt, sem þeir áttu eftir.
Þegardagaði, hafði smáþústunum
á ísnum fjölgað til muna, og fæstir
þeirra, sem enn tórðu, gátu ennþá
hreyft sig. Þeir, sem enn skjögruðu
um, gátu fæstir séð nema fáeina
metra fram fyrir sig. Snjórinn og
kuldinn höfðu blindað þá.
Arthur Mouland var enn meðal
þeirra sterkustu. Þegar birti, kom
hann auga á fjögur skip: „Steph-
ano”, „Florizel”, „Bellavente” og
„Nýfundnaland, ’ ’ Frostið hafði lokað
109
vökunum, og nú hlaut ísinn að vera
greiðari yfirferðar.
, ,Eg held við ættum að reyna að ná
okkar eigin skipi,” sagði Arthur við
Tuff. „Það lítur út fyrir, að það sé
innifrosið aftur.”
Tuff sá ekki langt frá sér, en hann
gat ennþá gengið. Hann lagði af stað
í þessa síðustu göngu, ásamt Arthuri
og tveimur öðrum, sem enn voru
rólfærir. Mouland fór fyrir og valdi
auðveldustu leiðina, yfir opinn og
sléttan ís, þar sem líka var möguleiki
að þeir sæjust frá skipinu. Það voru
aðeins um 500 metrar eftir að „Ný-
fundnalandi,” þegar Tuff féll. „Ég
kemst ekki lengra,” stundi hann.
Mouland kR'ngraðist upp á ís-
drang. Þarna var skipið — rétt hjá.
Hann veifaði rg hrópaði, en fékk
ekkert svar. En skammt frá var
eitthvað, sem bærði á sér á ísnum.
„Þarna er selur!” hrópaði hann til
Tuffs. „Einn selur!”
„Reyndu að ná honum, Arthur,”
stundi Tuff. „Þú ert með sela-
gogginn!”
Mouland tókst að vinna á selnum,
og bar úr honum hjartað og nokkrar
kjötlengjur til hinna. Langsoltnir
mennirnir söddu hungur sitt þegj-
andi. ,Jæja, George, hvernig gengur
það núna?” spurði Mouland, en þeir
höfðu matast.
„Vel, Arthur,” svaraði George
Tuff. „Nú kemst ég ögn lengra.”
Hann gat rétt greint sína eigin
fætur, en heldur ekki meira. Félagar
hans tóku sinn undir hvorn handlegg