Úrval - 01.04.1976, Page 112
110
hans, og svo var haldið áfram í átt til
skipsins.
„Nýfundnaland” varfast rétt einu
sinni. í dögun skimaði Wes Kean til
„Stephano” og sá aðeins fáa menn á
þiljum. Honum þótti það undarlegt,
því ef menn hans væru þar um
borð... Næstum eins og nauðugur
beindi hann sjónaukanum til suð-
vesturs og lét augun hvarfla þar yfir
ísinn, og þar sá hann fámennan hóp
koma vafrandi. Hann þekkti mann-
inn, sem var 1 farabroddi: Arthur
Mouland.
Eitt andartak gleymdi hann að
draga andann. Það var eins og
heljartak um brjóstholið, þegar hon-
um varð ljóst, að þessir menn höfðu
verið úti á ísnum síðustu tvo
sólarhringa í fárviðrinu.
,,ÞETTA GETUR PABBI EKKI
HAFA GERT.”
,,Ó, guð!” Wes Kean datt í stig-
anum, þegar hann þaut upp í brúna,
svo mikill var asinn á honum. Hann
fann fána í brúnni, en það var ekki
nóg. Hann varð að finna svarta
kúlu, alþjóðlega neyðarmerkið, en
það voru engar svartar kúlur um
borð. Hann rak augun í kolafötu.
Hún var nógu svört. Hann var
skjálfhentur, þegar hann festi kola-
fötuna í flaggllnu og dró hana upp.
Svo hljóp hann að finna annan
stýrimann, Charles Green. ,,Green,
mennirnir okkar... ” Kean var skræk-
róma af hugaræsingi, — ,,...menn-
ÚRVAL
irnir okkar... það hefur eitthvað
hryllilegt gerst!”
Allir menn voru kallaðir á þiljur.
Fáum mínútum seinna var björgun-
arflokkur ferðbúinn á ísnum, með
teppi, börur, mat, romm, brenni og
katla með heitu tei. Þeir voru jafn
fölir og skjálfandi og skipstjórinn
þeirra, þegar þeir fóru til móts við
litla hópinn, sem dróst hægt á móti
þeim.
Neyðarmerki „Nýfundnalands”
sást frá „Stephano,” og Abe Kean
sendi tvo menn í fæti til að fá nánari
fréttir. Um leið og þeir voru komnir
í kallfæri, spurðu þeir, hvað amaði
að.
,,Eru nokkrir minna manna um
borð hjá ykkur?” hrópaði Wes Kean.
Honum fannst eilífð líða, þar til
honum var svarað. ,,Nei, skipstjóri,”
kom svo frá skipverjum ,,Steph-
anos.” „Þeirkomu aðeins um borð á
þriðjudaginn, en voru farnir aftur
um hádegisleytið.”
,,Ó, guð, stundi Wes. ,,Þá hafa
þeir allir farist, nema þessir fjórir.
Mennirnir frá „Stephano” þutu
yfir ísinn, þegar þeir flýttu sér til
baka með ótíðindin.
Mouland vísaði björgunarmönn-
um áfram til félaganna, sem biðu á
jökunum. En Stephen Jordan varð að
fá svar við einni spurningu strax:
„Arthur, hvað með bróður minn og
syni hans? Hvað er að frétta af
þeim?”