Úrval - 01.04.1976, Síða 113

Úrval - 01.04.1976, Síða 113
DAUDINNA ISNUM „Dauðir, allir þrír,” svaraði Mou- land stuttaralega. Wes Kean hjálpaði hröktu mönn- unum um borð í skipið. ,John,” sagði hann með grátstafínn í kverk- unum við einn þeirra, John Hiscock. „Þetta er skelfílegt... skelfilegt!” ,Já, það er satt, skipstjóri,” svaraði Hiscock hörkulega. ,,Ef þér hefðuð þeytt flautuna, eða ef faðir yðar hefði ekki vísað okkur burt, hefði þetta aldrei gerst!” Wes sá hörð, ásakandi tillit hvíla á sér og hrópaði upp yfir sig: „Hvað eruð þið að segja? Þetta hefði pabbi aldrei getað gert!” Björgunarhópur frá „Bellaven- ture” var næst mönnunum á jökun- um og kom fyrstur til þeirra. Það var ekki fyrr en þeir sáu félaga sína, að það rann upp fyrir þeim, hvað þeir höfðu mátt þola. Þeir, sem enn voru á lífi, störðu á björgunarmennina með sljóum augum í bólgnum og kölnum andlitum. Margir voru ger- samlega snjóblindir. Björgunar- mönnunum var ekki gjarnt að vikna, en þeir gátu ekki haldið aftur af sér, þegar einn hrakningamannanna dó í höndunum á þeim, þegar þeir vom að reyna að koma ofan í hann mat. Þeir, sem ekki þurftu að sinna þeim, sem voru lifandi, söfnuðu líkunum saman og röðuðu þeim upp á jakabrúnunum, eins og þeir voru vanir að fara með selskrokkana. Svo voru dyngjurnar merktar með fán- um, svo skipin gætu fundið þær. Mörg líkanna voru frosin föst og þeir 111 urðu að nota selagoggana til að losa þau. Cecil og Ralpn vjru 1 hópi lifenda, en Ralph varð að bera um borð eins og flesta aðra. C :cil dugði stuðningur tveggja björgunarmanna, og það var ekki fyrr en hann var kominn um borð, sem hann missti sjónina af snjóblindu. Hann sá marglita hringi snúast fyrir augum sér, en þegar hann var kominn undir þiljur, var lögð hálf appelsína á hvort auga. Hann sveið undan þessu, og tárin mnnu niður kinnar hans, en gamla húsráðið hreif, og hann gat bráðlega séð aftur. „Bellaventure” braust gegnum ísinn og rann hægt milli jakanna, þar sem skjólgarðarnir vitnuðu um skelf- ingu hinna löngu nótta. Svo vom stíffrosin líkin dregin um borð rneð skipsvindunum og látin í fremstu lest. Þau reyndust þrjú lög yfir lestina. Þegar ekkert hafði verið skilið eftir áísnum, garði Robert Randall, skip- stjóri á „Bellaventure”, manntal. Hann taldi 58 lík, 34 lifandi. Þeir, sem komust lífs af, veinuðu stöðugt af sársaukanum, sem gagntók þá er kalið á líkömum þeirra þiðnaði. Randall gekk á milli þeirra, hljóður af samúð. Á meðan höfðu hin skipin, „Stephano” og „Florizel” tekið 21 mann um borð og 11 lík. Næsta morgun kom „Stephano” að „Nýfundnalandi”. Abram Kean gekk frá borði og yfír til yngri sonar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.