Úrval - 01.04.1976, Page 114
112
síns. Hvað þeim feðgum fór á milli
við þetta tækifæri, veit enginn, en
þegar „Bellaventure” kom um
ellefuleitið og Aþe skipstjóri kleif
þar um þorð, var andlit hans lokaðra
og harðara en nokkru sinni fyrr. í
„Bellaventure” merkti hann við á
nafnalista sínum hverjir væm dauðir
og hverjir lifandi, og þegar þessu var
lokið, sagði hann: ,,Það vantar átta
menn.”
,,Við vitum ekki um alla, skip-
stjóri,” svaraði einn hrakningamann-
anna. „Sumir urðu vitstola og hlupu
í sjóinn — þeir eru horfnir.”
Abe taldi nöfnin aftur. ,,Það eru
69 látnir, átta týndir. Sendið nöfnin í
skeyti til St. John’s.”
Þar næst sneri hann aftur til skips
síns og gaf skipun um að gera klárt til
brottferðar. Það var reiðarslag fyrir
áhöfn hans. Allir höfðu vænst þess,
að „Stephano” fylgdi „Bellaven-
ture” til St. John’s. Hvílíkur harð-
jaxl var hann, karlskrattinn!
Onnur skip héldu áfram veiðum,
en næsta dag lenti Abe gamli í úti-
stöðum við áhöfn sína. Einn veiði-
mannanna, Mark Sheppard, neitaði
að fara út á ísinn. Stálblá augu Abes
gamla skutu gneistum.
,,Þú skaltí loggbókina, sértu nógu
mikil hetja til að nefna mér nafn
þitt,” þrumaði hann. Maður, sem
var skráður í ioggbókina, fékk engin
laun fyrir úthaldið og lenti á svörtum
lista.
,,Ég heiti Mark Sheppard og ég
skal standa við það!” svaraði Mark.
ÚRVAL
,,Hvers vegna neitar þú að hlýða
skipunum?” spurði Abe.
,,Eftir að hafa séð, hverju þú hefur
valdið með skeytingarleysi þínu, tel
ég þig ekki færan um að skipa mér
fyrir verkum né nokkrum öðrum!”
Abe bölsótaðist eins og óður
tarfur. Aldrei hafði neinn boðið
honum byrginn á þennan hátt, og
aldrei hafði neinn borið brigður á
stjórnunarhæfni hans.
,,Það myndi ekki undra mig,
skipstjóri,” hélt Mark áfram, ,,þótt
þetta yrði endirinn á frægðarferli
þínum!”
„SLYS, SEM ALLTAF GERUR
ORÐIÐ.”
Það var mikið að snúast á sjó-
mannaheimilinu í St. John’s, þar
sem verið var að undirbúa móttöku
sjómannanna og þeirra, sem farist
höfðu. Á götunum var krökkt af
fólki, og það fór hrollur um við-
stadda, þegar útfararstjórarnir komu
upp að húsunum með vagna sína,
háfermda með kistum — kistum í
tugatali, allar klæddar með svörtu
klæði.
„Bellaventure” rann inn á höfn-
ina í ljósaskiptunum með fánann í
hálfa stöng, og lagði að bryggjunni.
Læknar og hjúkrunarkonur þustu um
borð. Þá voru*þeir verst leiknu fluttir
frá borði. Síðan komu þeir, sem gátu
gengið sjálfir. Hjálparmenn fylgdu
þeim í gegnum manngrúann, sem
tautaði hluttekningarorð fyrir munni
sér.