Úrval - 01.04.1976, Síða 115
DAUDINNÁ ÍSNUM
113
Loks voru hinir látnu hífðir í
land, ennþá stíffrosnir, með angana
sperrta út í loftið. í kjallara sjó-
mannaheimilisins voru fötin kiippt af
þeim og þeir voru lagðir í heitt vatn
tii að þíða þá.
Samúðarskeyti streymdu tii St.
John’s víðsvegar að, þar á meðal frá
konungshjónum Stórabretlands. En
mennirnir, sem verið höfðu í víti og
snúði þaðan lifandi heim, höfðu ekki
áhuga á þeim. Þeir notuðu heldur
ekki stór orð, heldur sögðu blaða-
mönnum ofur rólega frá því, sem á
daga þeirra hafði drifið. En eitt var
öllum augljóst af öllum frásögnum:
Abram Kean bar sök á því, hvernig
farið hafði, því hann hafði sent
mennina út á ísinn þegar öllum lá í
augum uppi, að vonskuveður var í
aðsigi.
Mánudaginn 6. apríl sagði í
ritstjórnargrein Evening Telegram í
St. John’s: „Menn hljóta að varpa
fram þeirri spurningu, hvort hægt sé
að kalla Abram Kean, skipstjóra, til
ábyrgðar fyrir að svo margir fórust af
mönnunum, sem sendir voru frá
selfangaranum „Nýfundnalandi.”
Geta þau mistök orðið honum til
áfellis, að hann gaf mönnunum
fyrirmæli um að snúa aftur fótgang-
andi til skips síns við þau skilyrði,
sem fyrir lágu? Eða hafði hann
nokkra skynsamlega ástæðu til að
ætla, að veðrið hcldist sæmilegt, þar
til mennirnir væru heilu og höldnu
komnir um borð I „Nýfundnaland?”
Sagt hefur verið, að stormurinn hafi
þegar verið að hefjast, þegar menn-
irnir fóru frá „Stephano”, að það
hafí verið byrjað að snjóa, að
himinninn hafí verið dimmur af
stormskýjum. Er þetta rétt? Sú
rannsókn, sem nú hlýtur að fara
fram, mun leiða í Ijós svörin við
þessum spurningum...”
I rannsókninni, sem á eftir fór,
lögðu allir þeir, sem lifðu hrakning-
ana af, ábyrgðina á herðar Abrams
Kean. En þeir ásökuðu líka George
Tuff fyrir, að hafa ekki krafist þess af
Abram Kean, að mennirnir af „Ný-
fundnalandi” yrðu um nóttina um
borð í „Stephano”
Abram Kean hagaði sér í vitna-
stúkunni eins og alsaklaus maður,
sem verður fyrir ofsóknum. Fram-
burður hans var í æpandi ósamræmi
við framburð selveiðimannanna, og
hann reitti af sér sögur um stefnu og
fyrirmæli, sem enginn annar kannað-
ist við, nema þvert á móti. Hann
neitaði í stuttu máli sagt öllum
ákærum og lýsti því yfir með titrandi
röddu, að hann hefði aðeins gert ein
mistök: Að taka áhöfn „Nýfundna-
lands” nokkurn tíma um borð og
gefa þeim að éta. Það hefði hann þó
aðeins gert í bestu meiningu. Ef
hann hefði vísað þeim burtu strax,
hefðu þeir ncyðst til að halda strax
aftur til síns eigin skips og þá náð
þangað í tæka tíð.
Tveir rannsóknardómaranna
þriggja komust að þeirri niðurstöðu,
að Abram Kean hefði „gerst sekur
um alvarleg mistök” með því að gefa