Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 124

Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 124
122 URVAL áfram. Þá kveðst hann hafa litið upp og séð reyk skammt burtu í vestur- átt að baki þeim. Það leit helst út fyrir að þeir væru að verða innikró- aðir og hann bauðst til að fara og athuga hvort alvara væri á ferðum, en ef svo reyndist myndi hann hraða sér tilbaka og aðvara félaga sína. Hann flýtti sér sem mest hann mátti enda þótt erfitt væri yfirferðar og hann yrði að klöngrast yfir kletta og fallin tré. Loks kom hann að rjóðri sem var spölkorn fyrir ofan bruna- svæðið. Honum létti mikið við að sjá að það var enginn æsingur í eldinum og að hann breiddist hægt út. Hann settist til að hvíla sig, áður en hann héldi aftur af stað til félaganna. Allt í einu breyttist vindáttin og það fór að hvessa. Þrjátíu metra hár eldveggur kom nú æðandi og stefndi beint á hann. Grár reykurinn steig til himins og hvinurinn og snarkið frá eldinum ætlaði allt að æra. Það var nú orðið með öllu vonlaust að Rod kæmist aftur til félaga sinna. Hann hafði gengið í gildru. Hann vissi mætavel hver yrðu örlög hans, ef hann léti hræðsluna ná tökum á sér og reyndi að flýja eldinn með því að hlaupa í kapp við hann. Hann var ákveðinn í að halda stillingu sinni á hverju sem gengi. Eldurinn var nú kominn að grasi vöxnu rjóðrinu, svo að stuttur tími var til stefnu, því að grasið var bráð- eldfimt og fuðraði upp. Hann sá aðeins eitt ráð til bjargar. Ef það brygðist, myndi Ijósmynd af honum verða hengd upp við hliðina á mynd- um af öðrum föllnum félögum heima í skálanum í bækistöðinni. Það fyrsta, sem Rod gerði, var að binda hálsklútinn fyrir andlitið, svo sneri hann baki í eldinn og kveikti í grasinu við fætur sér með eldspítu. Síðan færði hann sig nokkur skref til hliðar og kveikti aftur í grasinu. Eftir nokkrar mínútur hafði hann tendrað röð af smábálum upp eftir hlíðinni. Miðað við æðandi skógar- eldinn neðar í fjallinu virtist eldur- inn, sem Rod hafði kveikt, fara sér hægt. En hann var samt hans eina von. Þegar hitinn óx og Rod gat ekki lengur staðið uppréttur, lagðist hann niður bak við varnariínu sína. Skóg- areldurinn mundi brátt verða kom- inn til hans, en ef hann þyldi hit- ann, meðan logarnir geystust yfir sviðnaða blettinn þar sem hann lá, væri hann sloppinn. Nú reið á að vera viðbúinn. Hann andaði djúpt og fyllti lungun af súrefni líkt og kafari gerir áður en hann stingur sér. Hann hélt niðri í sér andanum og lokaði augunum. Logarnir hvirfluðust kringum hann og hitinn var miklu meiri en hann hafði gert ráð fyrir. Hann skreið nær litla bálinu sínu og fann að hann var farinn að sviðna í andlitinu. Hann mjakaði sér áfram þar til sársaukinn var orðinn óþolandi og hann varð að gefast upp. Honum fannst eldurinn sleikja fætur sína og hann var kominn að því að kafna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.