Goðasteinn - 01.09.1966, Page 5

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 5
Steinþór Þórðarson á Hala: Fjrsta kaupstaðarferðin mín 1906 Á uppvaxtarárum mínum var unglingum vanalega lofað að fara í kaupstað árið, sem þeir fermdust. Það hefur líklega verið álitið, að þeir þyrftu að létta sér upp eftir námið, sem gekk upp og ofan á þeim árum, eins og enn í dag. Þetta var vanalega fyrsta ferðin útúr sveitinni. Bar því ýmislegt nýtt fyrir augað, þó leiðin væri ekki alltaf löng, ókunnugt fólk, nýtt landslag, mikil vötn, fögur fjallasýn, hrífandi júní- eða júlí- kvöld í áfangastað, þar sem ekki hafði verið komið fyrr. Allt gat þetta lokkað huga unglingsins lengra útí heiminn eða vakið sterk- ari þrá til æskustöðvanna, heitari löngun til að komast sem fyrst heim til foreldra og systkina, heim þangað, sem unglingnum fannst hann eiga allt, sem hann unni. Ég var einn í þeirra tölu, sem var lofað í kaupstað fermingar- árið sitt. Ég fór einn af mínu heimili, því svo var hestafátt, að fleiri gátu ekki farið. Mér var komið í fylgd með nágrönnum mín- um og þeir beðnir ýtarlega fyrir mig, en þó einkum að láta mig ekki hafa vettlinga á höndum, þegar riðið væri yfir vötnin. Síðar gerði ég mér það að reglu að stinga vettlingunum í munn mér eða vasa, þegar ég reið viðsjál vötn. Mér fannst hálflítilfjörlegt að biðja aðra fyrir mig, þóttist maður á þeim árum, en vildi þó ekki hreyfa neinum andmælum, ef vera kynni, að það yrði til að hamla ferð minni. Ég hafði tvö hross í taumi, undir burð, hvort tveggja hryssur með Goðasteinn 3

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.