Goðasteinn - 01.09.1966, Page 12

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 12
Stefán Jónsson í Hlíð í Lóni: Minningar frá brúar- gerðinni á Ytri-Rangá 1Q1P Síðla vetrar 1912 fékk ég tilboð frá landsverkfræðingi Jóni Þor- lákssyni um að taka að mér verkstjórn og reikningshald við brúar- gerð á Ytri-Rangá. Þetta tilboð kom mér á óvart, - ég hafði ekki haft verkstjórn á hendi nema árið áður, 1911, þá á Mjóafjarðarheiði og samhliða brúargerð yfir Slengjudalsá, sem er þar við. Að vísu hafði ég þá unnið að vegavinnustörfum nær samfellt í 10 ár sem verkamaður og flokkstjóri; öll mín þekking og reynsla í þessu starfi var einungis fengin á þá lund, sem sú þjálfun veitti. Nú var það svo, að engar framkvæmdir voru í vegagerð austan- lands, en ég vildi helzt vinna í því starfi, því afréð ég að taka þessu tilboði. Ég hafði dálítið kynnzt Jóni Þorlákssyni og sú kynn- ing var mér einnig hvöt til að takast þetta verk á hendur. Með strandferðaskipinu Austri fór ég því til Reykjavíkur í öndverðum maímánuði. Þar dvaldi ég nokkra daga til að útbúa ferðina austur. Yfirmaður áhaldahússins var þá Árni gamli Zakaríasson, fyrrum 10 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.