Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 14

Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 14
af timbri. Margir urðu til að annast þessa flutninga, svo aldrei stóð á því. Efnið var allt flutt á tvíhjóla kerrugrindum. Bar mér að sjá um móttöku þess, mæla timbrið og athuga þunga annars efnis jafnóðum og að var flutt og borga fyrir flutninginn um leið hverjum einstökum í hvert skipti, en flutningurinn dreifðist á marga aðila. Allt gekk þetta vel og árekstralaust. Stór timburskáli var reistur fyrir sementsgeymslu vestan árinnar, en austan hennar minni skáli, þar sem Jón Þorláksson og frú hans höfðu aðsetur meðan á brúargerðinni stóð. Aðrir bjuggu í tjöldum og sáu sjálfir, hver í sínu tjaldi, um matargerð fyrir sig eins og þá var venja. Enginn hörgull var að fá matvæli af ýmsu tagi. Sigurður bóndi á Selalæk flutti eftir samningi mjólk til verkamanna annan hvern dag, sem hann seldi á n aura pottinn. Ég, sem lengstum hafði unnið við vegagerð á fjallvegum austanlands, fjarri mannabyggðum við sult og seyru, fannst það sæluvist að búa við slíkan kost. Engin vélknúin tæki voru þá komin til nota, allt var eingöngu unnið af mannahöndum. Ekki verður farið út í það að lýsa vinnutilhögun og framkvæmd hennar, - aðeins geta þess, að við vestari miðstöpulinn í ánni, þar sem dýpið var mest, varð mikil vinna. 1 rammbyggðum gálga yfir stöplastæðinu var steypt járnbent kert með lögun stöpulsins, það djúpt, að náði upp úr yfirborði vatnsins er því var sökkt. Vatns- botninn var hreinsaður með frumlegum útbúnaði, síðan var kerinu fullhörðnuðu sökkt þar niður með því að fylla það grjóti og sements- hræru, upp af því var svo stöpullinn steyptur í fulla hæð. Jón Þorláksson hafði mikinn áhuga fyrir verkinu og fylgdist með því, broshýr og virðulegur, naut í fullum mæli trausts verkamanna, var því sem hugir allra samstilltust í starfinu. Næstur honum var yfirmaður við brúargerðina Einar Einarsson húsasmíðameistari, nú 83 ára, á Mánagötu 25 í Reykjavík, hagsýnn dugnaðarforkur, kallaður „Einar yfirmaður“, til aðgreiningar frá samnefndum verkamönnum. Um steypuvinnuna sá Jónas Þorsteins- son áður nefndur, samfylgdarmaður hingað austur. Járnsmiðir voru þeir Einar Bjarnason og Einar Runólfsson, aðrir smiðir voru: Hall- dór Arnórsson, síðar gervilimasmiður, Sigurður Björnsson, síðar kunnur brúarsmiður, og Hornfirðingarnir Lárus Gíslason og Sig- 12 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.