Goðasteinn - 01.09.1966, Side 19
Kristján Benecliktsson
i Einholti:
Skógarferð
Það mun hafa verið um 1890, að jöklar lágu hér á fremstu jökul-
öldum. Úr því fóru jöklarnir að lækka og eyðast að framan. Á
þeim tímum voru mikil umbrot í jöklinum.
Eitt af því, sem gerði lífsafkomuna örðuga á þeim árum, var
skortur á eldsneyti, jafnvel þó að sauðataði og kúataði væri þá
öllu brennt.
Það var mikið skógað til eldiviðar. Pabbi minn bjó á Viðborði
á þessum árum. Hann fór venjulega þrjár skógarferðir á haustin,
með þrjá hesta í lest, undir reiðingi, og svo var oft farið í skóg
á vetrin og vorin, þegar eldiviðarlaust var orðið. Allir sóttu eitt-
hvað af skógi í eldinn, og skógurinn var orðinn urinn, mest, þar
sem hægast var að ná í hann, og einnig var þar beitt sauðfé á
hann á vetrum. Innst við jökulinn var skógurinn stærri, og þar
sem erfiðara var að ná í hann. Sá skógur, sem einna beztur þótti
á Viðborðsdal á þeim árum, var Geirstaðaskógur á Hálsum. Þang-
að var langt að fara, á að gizka 12 km aðra leið frá Viðborði, og
vegurinn vondur. Var oft alófært með hesta að Hálsum á þeim
tíma. Hálsar voru þá umluktir jökli að mestu leyti.
Jökultanginn, sem liggur niður í dalinn milli Hálsa og Vandræða-
tungna, náði fram undir Sandmerki, og undan þeim tanga kom
Goðasteinn
17