Goðasteinn - 01.09.1966, Page 23

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 23
Dr. Richard Beck, prófessor: Snillingurinn og fróðleiks- maðurinn Árni S. Mýrdal (1872 — 1966) Það fer að vonum, að óðum þynnist fylking hinna elztu Islend- inga vestan hafs, þeirra, er tóku þátt í stríði og striti erfiðra og örlagaríkra landnámsáranna. I þeim hópi var Árni S. Mýrdal, að Point Roberts, Washington, sem lézt á Elliheimilinu „Stafholti“ í Blaine, Washington, 25. marz 1966, á nítugasta og fjórða aldursári. Jarðarför hans fór fram frá Lútersku kirkjunni á Point Roberts 2. apríl 1966. Lúterski presturinn í Blaine, séra Philip Ramstad, jarð- söng. Fjöldi ættingja, sveitunga og vina var viðstaddur virðulega kveðjuathöfnina í kirkjunni, enda naut Árni víðtækrar virðingar og vinsælda innan sveitar sinnar og utan, bæði landa sinna og annarra þjóða fólks, sem einnig kunni vel að meta sjaldgæft atgervi þessa sjálfmenntaða Islendings til anda og handar. Árni var lagður til hinztu hvíldar nálægt legstað Sigríðar konu sinnar og Gústafs fóst- ursonar þeirra í grafreitnum við Lútersku kirkjuna á Point Roberts, þar sem fjöldi annarra íslenzkra frumherja á þeim slóðum hvíla í mold. Goðasteinn 21

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.