Goðasteinn - 01.09.1966, Page 30

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 30
áhyggjuminna að draga sig í hlé, standa álengdar, cn það gerir engan að betri og dugmciri manni og veitir litla gleði. Heldur er það þátttakan og baráttan á sérhverjum vettvangi og hvernig sem allt veltur, sem mestu máli skiptir. Barátta er hugtak, sem íslenzkri þjóð er síður en svo nokkuð framandi, því að segja má, að gjörvöll tilvera hennar frá upphati vega hafi verið sífelld barátta. Lega landsins er þannig á heims- kringlunni, og náttúrufari þess er svo háttað, að það hefur aldrei hæft kveifum og skræfum, ófúsum til baráttu, að hasla sér hér völl og lifa menningarlífi. Lífsbaráttan hefur því oft verið hörð og það jafnvel svo mjög, að stundum var það tvísýnt, hvort þjóðin héldi velli. Þó skal skýrt tekið fram, að þar átti landið okkar ekki alla sök, heldur miklu fremur aumt og bágborið erlent stjórnarfar og samfara því aldalöng verzlunarkúgun þröngsýnna fjárplógsmanna, er mergsugu þessa þjóð og eyddu viðnámsþreki hennar næstum til óbóta. En þrátt fyrir allar hörmungar liðinna alda, þá gáfust forfeður okkar aldrei upp í hinni þungu, þrotlausu og fábreytilegu baráttu fyrir tilverunni. Þeirri baráttu eigum við að þakka það, sem við crum í dag. Meðal hinnar hrjáðu þjóðar voru alltaf uppi mcnn, sem töldu kjark í samferðamenn sína, og aldrci glataði hin snauða og kúgaða hjörð tilfinningunni fyrir því, að hún var sérstök þjóð með eigin tungu, menningu, sögu, hefð og sérkennum. Þannig liðu aldir, og í fyllingu tímans eignuðumst við forystumenn, sem horfðu hátt og boðuðu ný viðhorf. Það voru þeir menn, sem hrundu af þjóðinni doða og kyrrstöðu og skerptu skilning hennar á því dýrmætasta og eftirsóknarverðasta af öllum gæðum, að fá að lifa mannsæmandi lífi í óháðu og fullvalda íslenzku ríki. Baráttan að þessu marki var löng og ströng, en sigur vannst um síðir, og nýr dagur rann bjart- ari en allir hinir. Nú á tímum njótum við ávaxtanna af starfi hinna framsýnu og stórhuga forystumanna, er bcztir voru af sonum lands- ins. Þeir hlutu sjáifir lítil laun, enda voru hugsjónir þeirra langt yfir öll laun hafnar. Það kann að vekja furðu hjá þessari þjóð, er heyja þurfti svo langa og fórnfreka baráttu fyrir tilverunni, að nú á þessum vel- 28 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.