Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 31

Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 31
gengnisárum, er svo merkum áfanga hefur verið náð, er svo margir sigrar hafa unnizt og er svo vel hefur tekizt að bæta svo mörg ,,harmasár hins horfna", skuli heyrast raddir, er tala niðrandi um landið ckkar. Þessar raddir hjala gjarna um, að ísland sé á mörkurn hins byggilega heims og því hljóti öll afkoma þjóðarinnar ætíð að verða ótrygg og erfið. Sem betur fer, er þetta argasti misskilningur, því að að bæði gæði lands og sjávar eru það mikil og fjölbreytileg, að jafnvel er leitun á öðru eins í miklu suðlægari löndum. Því er samt ekki að neita, að um margt hefur landið verið grátt leikið af mönnum á ýmsum tímum, og margt stendur til bóta. Á því leik- ur enginn vafi, að með margvíslegri ræktun, friðun og verndun má gera landið miklu notadrýgra og verðmætara en það er í dag. Það eru því mörg og aðkallandi verkefni framundan, sem koma til með að hafa heilladrjúg áhrif á þjóðlífsþróun í landi okkar, ef við vinnum vel. Sum þessara verka eru aðeins hafin, önnur bíða þess að bjartsýn og dugmikil þjóð, er trúir á landið og köllun sína, hcfjist handa í náinni framtíð. Lífskjör þjóðar okkar hafa tekið svo stórfelldum framförum síð- ustu áratugina, að allur samanburður þess, sem er, við það, scm var, er næsta erfiður og óraunverulegur. Unga fólkið okkar á afar bágt með að setja sig inn í óblíða lífsbaráttu genginna kynslóða og alla aðbúð, nema afla sér fyrst mikillar þekkingar og beita síðan ímyndunarafli í ríkum mæli. Þessi breyting hefur og gengið svo hratt yfir, að ævintýri er líkast. Með því að taka nærtækt dæmi, sem ekki fyrir löngu hefði þótt þjóðsögu líkast, þá rná fullyrða, að enginn svelti á íslandi í dag og að enginn þurfi að bera kvíðboga fyrir næsta degi, hvað snertir brýnustu lífsnauðsynjar. Ríkuleg samhjálp og gagnkvæm tryggingarstarfsemi þjóðfélagsþegnanna veitir öllum það öryggi, að nú þarf enginn að óttast að verða úti milli bæja. Sú mikla atvinnubvlting, er nútíma véltækni og kunnáttusemi lands- manna hratt af stað, hefur gjörbreytt öllu þjóðlífi okkar á svip- stundu og skipað okkur í sveit mestu velmegunarþjóða heimsins. Kunnáttan, tæknin og gæði landsins eru undirstöður hinna góðu lífskjara. Á miklum umbrotatímum, er gengið hafa yfir þjóðfélag okkar, hafa skapazt margar andstæður og átök orðið um skiptingu Goðasteinn 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.