Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 38

Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 38
heim til að nota brautina. Þessa slóð fórum við alla daga, meðan snjórinn lá, en þeir voru alls átta. Er það óvenjulegt hér, að lausa- mjöll liggi svo lengi, án þess að hreyfi vind, og alltaf var heiðríkt með töluverðu frosti. Svo var það þremur dögum síðar, að þær Guðfinna og Sigríður fóru að venju fyrstar á fætur og komu inn í baðstofu um sjöleitið. Við, sem inni vorum, spurðum um veðrið. Svöruðu þær, að lognið væri svo mikið, að ljós væri borið um úti í Heysholti. Ljós frá glugga í Heysholti gat alls ckki sézt frá Látalæti. Þegar við komum út um hálf átta, sáum við strax ljósið og komumst að þeirri niður- stöðu, að það væri ekki í Hcysholti, heldur austar og sunnar. Við sáum einnig, að það var á hreyfingu, því það hvarf í bili en kom í ljós von bráðar aftur, líkt og það færi bak við hól eða hæð, sem mikið er af á þessum slóðum. Það færðist óðum nær og stefndi frá suðvestri til norðausturs. Þess skal getið til skýringar, að örskammt ncðan við túnið er stór hóll, sem Fénaðarhóll heitir, og rétt hjá honum er hraunhryggur með allháum klcttum. Kallast þar Kerling- argrjót. Nyrst í hryggnum er stór rétt frá Hellum og Látalæti, hlaðin úr hraungrýti, og sást glögglega móta fyrir henni, því snjór- inn hafði hrunið af efstu steinaröðunum. Túnin á Hellum og Láta- læti liggja saman, en Hellur standa hærra, á hjalla neðst í Skarðs- fjalli. Suðvestur frá bænum á Hellum er rani eða hryggur, sem er sléttur að ofan, og nefnist Hellnahóll. í honum sést móta fyrir tveimur hellum, sem kallast Kirkjur og munu vera minjar eftir Papa. Við, sem horfðum á Ijósið, allt áðurgreint uppkomið heimilisfólk, sáum, að það færðist óðum nær. Þegar kom að fyrrnefndum Fén- aðarhól, þá hvarf það sunnan við hann og kom svo í ljós norðan við hann. Þaðan stefndi það til norðurs eða norðausturs og fór á milli túngarðs og Kcrlingargrjóta. Sáum við glögglega skyggja í bæði Grjótin og réttina, sem áður getur, bak við ljósið. Það hélt áfram ferð sinni, þar til það hvarf bak við Hellnahól. Hraðinn á ljósinu var svipaður og hjá manni, sem gengur hratt í góðu gangfæri. Tveir menn á Hcllum, þeir Gísli Árnason, sem var þar lausa- maður, og Halldór Pétursson vinnumaður, sáu ekki ljósið eða veittu því ckki eftirtekt, fyrr cn það var komið heim undir túngarð. Horfðu þeir á það um stund, og þegar þeir sáu það síðast, var það 36 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.