Goðasteinn - 01.09.1966, Side 45

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 45
Sigurður Jónsson sýnist mér siðprúðasti maður. Fyrirvinna einn hann er í sóma hjá móður sinni. Um Guðmund Guðmundsson, síðar bónda í Berufirði: Á Taðhólnum er drengurinn, gáfulegur að líta, Guðmundur minn Guðmundsson, gáfaður er hann líka. Sigurður bóndi Sigurðsson á Borg á Mýrum átti þrjá sonu: Sig- urð, sem bjó á Borg eftir föður sinn, Guðmund á Heinabergi og Skálafelli og Jón trésmið, sem fór til Ameríku: Bræður þrír á velli víðum, mannvænlegir eru þeir. Enginn veit, hvort auðnan ræður, hvað þeir fá að lifa lengi. Til stúlku, sem hét Pálína: Pálína litla, kembdu vel, keppstu við, ég Segi þér, þá verður þér þakkað vel, og það verður þín prýði. Þessa vísu orti Jón, er hann missti konu sína: Einn ég stend á stræti, stend á völtum fæti. Taktu mig til þín fljótt, láttu mig ekki bíða lengi. Séra Bergur Jónsson var prestur í Bjarnanesi frá 1853-1874, er hann fékk Ás í Fellum í Norður-Múlasýslu. Þá kvað Jón: Snauðlegri vcrður staðurinn, skammt mun þess að bíða. Sanna ég það á sjálfum mér og segja munu það fleiri. Um Gísla póst: Gæfan leiði hann Gísla póst. ' Guð hönum það launi. Goðasteinn 43

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.