Goðasteinn - 01.09.1966, Side 49

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 49
Ljósm.: Albert ]óhannsson frá Teigi. bjó til dauðadags, 1730. Þarna mun að finna það fólk, sem þjóð- sagan hefur að uppistöðu í vef sínum. Þjóðsagan er á þessa leið: Einu sinni var sýslumaður í Rangár- vallasýslu, sem giftist auðugri og mikilsháttar konu. Þau byggðu eina sæng brúðkaupsnótt sína og aldrei síðan. Um morguninn heimti brúðguminn hesta sína og reið brott af bænum. Ekki var gerður skilnaður með þeim hjónum. Sýslumaðurinn bjó á Lambalæk en kona hans í Teigi. Þau áttu jarðeignir austur undir Eyjafjöllum og austur í Mýrdal og urðu aldrei ásátt um skiptingu leigna og land- skulda. Lagði frúin mikið kapp á að verða á undan bónda sínum með innheimtu þeirra. Fór hún sjálf í þær fjárheimtur. Nú var það einhvern tíma, að ein slík ferð var fyrir höndum. Frúin fékk fylgdarmann á Torfastöðum. Hafði sá búið við konu- ríki venju fremur. Votviðri voru á og vöxtur í vötnum. Ekki segir af ferð þeirra, fyrr en kom austur að Skógaá undir Eyjafjöllum, sem þá var í óðavexti. Reið frúin fyrir út í ána, sem var dýpri en hún hugði. Losnaði hún við hestinn í aðalálnum og beið þar bana. Hcfur það ekki skeð í Skógaá fyrr né síðar, svo menn viti. Fylgdar- Goðasteinn 47

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.