Goðasteinn - 01.09.1966, Page 51
Kistan ber safnnúmer 2493. Gaflar og hliðar eru úr furuborð-
um, 41 cm að breidd. Botnfjalir eru að mestu úr eik. Lengd kist-
unnar er 1,20 m, breidd við botn 55 cm, við op 46 cm. Málning er
alveg horfin af framhlið, en rauðir málingarflekkir cru allvíða á
göflum og bakhlið. Lok og handraðar eru nýsmíði, þó úr fornum
fjölum. Kistan hefur staðið á okum. Eru til leifar þeirra, en okar,
sem hún stendur nú á, eru nýsmíði. Sama er að segja um skráarlauf
úr eir. Gamla laufið hefur væntanlega verið úr járni. Skrá og lamir
skortir enn. f heild mun kistan nú lík því, sem hún var í upphafi
vega að öðru en málningu, sem ekki hefur verið hróflað við í
aðgerð. Ekkert í útliti hennar virðist mæla gegn því, að hún geti
verið frá 17. öld. Líklega hefur umsjá hins forna eiganda séð því
borgið, að hún leið ekki undir lok og hafi hann þá heila þökk fyrir.
Heimildir: Sagnir frú Valgerðar Guðmundsdóttur frá Teigi og
Helgu Pálsdóttur á Grjótá.
Goðasteinn
49