Goðasteinn - 01.09.1966, Page 54
Á Bröttufannarskeri, Múlatungur og Goðalandsjökull í baksýn.
Segir nú fátt meira af þessari óvenjulegu hestaferð. Gæðingarnir
skeiðuðu fagurlega síðasta spölinn og runnu hiklaust í Krossá, þar
sem við komum að henni gegnt Skagfjörðsskála í Langadal. Dval-
argestir í Þórsmörk ráku upp stór augu, en fögnuðu vel hesta-
mönnunum, er geystust þarna að þeim úr næsta óvæntri átt. Gist-
um við í skálanum um nóttina í góðu yfirlæti, og riðum heim
næsta morgun um byggðir.
í allri ferðinni fengum við hið fegursta veður og fullyrða má,
að hin óvenjulega leið milli jökla sé allt í senn, stórbrotin, hrika-
leg og ægifögur. Engum skal þó ráðið að fara þessa leið á hest-
um nema að hafa kunnugan mann í förinni og beita ýtrustu gætni
í hvívetna. En fyrir okkur, sem riðum fyrstir norður milli jökla og
niður Heljarkamb, verður ferðin sem fagurt og ógleymanlegt
ævintýri.
Þátttakcndurnir í þessari frægðarför voru sem hér segir: Sigur-
52
Goðasteinn