Goðasteinn - 01.09.1966, Side 57

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 57
Þórðnr Tómasson: Sagnii frá saintíð I Kynleg nceturheimsókn Sumarið 1922 bjuggum við hjónin í skrifstofu Sláturfélags Suð- urlands í Vík í Mýrdal, meðan verið var að byggja íbúðarhús okkar á Grund. Skrifstofan var uppi á lofti sláturhússins. Tvennar útidyr voru á sláturhúsinu. Eystri dyrnar voru nokkurskonar forstofu- inngangur fyrir skrifstofuna og þar með íbúð okkar, vestri dyrnar voru inngangur í sláturhúsið sjálft og upp á kjötloft þess, sem var í vesturhluta byggingarinnar. Steinstigi lá þangað upp frá útidyr- unum. Fyrir vesturdyrunum var ákaflega ramgjör koparhespa og öflugur hengilás. Var lykillinn að honum geymdur hjá Kaupfélagi Skaftfellinga. Milli kjötloftsins og skrifstofunnar var smáklefi, af- drep vigtarmanns við innvigtun á kjöti. Við notuðum hann sem eldhús um sumarið. Þiljaður gangur lá þar að. Aðalskrifstofuna notuðum við sem stofu en minna herbergi innaf henni sem svefn- herbergi. Loftið yfir skrifstofunum og ganginum var einangrað með hefilspónum milli bita. Nótt eina, seint í ágúst, vöknuðum við hjónin við það, að Erlendur sonur okkar, sem þá var á öðru ári, kom upp í rúmið til okkar, greinilega mjög óttasleginn. f sömu andrá heyrðum við, að rjalað var við lásinn að vesturdyrunum, og því næst voru dyrnar opnaðar með harki. Von var á Skaftfellingi til Víkur um morguninn, svo við hugsuðum, að einhver þyrfti að komast upp á loftið vegna skipkomunnar og hefði fengið lykilinn að láni um kvöldið. Brátt urðum við þó vís þess, að þarna var engin venju- leg mannaferð. Upp vesturstigann var farið með bramli, sem við getum eina helzt jafnað við, að margar akkeriskeðjur væru dregn- Goðaste'tnn 55

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.