Goðasteinn - 01.09.1966, Side 61

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 61
Morgunsálmur Jóns Ásmundssonar á Lyngum Lag: Hver, sem ljúfan guð lætur ráða. Sé ég enn dagsins ljómann lýsa, lífgaður gleði og nýjum þrótt. Guðs er mér skyldugt gæzku að prísa, sem gaf mér að sofa vært og rótt, varðveitti mig frá voða og pín, vel gcymdi mig í faðmi sín. Lof og þakkir þér faðir færa fús vil ég nú og hvert eitt sinn, vernd fyrir þína og vöktun skæra, sem veittir þú mér, drottinn minn. Auðmjúku þakkarorðin mín ekki forsmái gæzka þín. Meðan mér ævi endist tíðin, ég skal þér lof og þakkir tjá, orð þín að læra og akta hlýðinn. Aðstoð virzt þú og styrk mér ljá, að útvöldum með og englaher eilífa lofgjörð syngi þér. Goðasteinn 59

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.