Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 65
Við Markarfljót, rétt norðar en Launfit. Sáta í baksýn.
Þegar kom langt út á Mælifellssand, á móts við Helluna, sem er rétt
austan við Kaldaklof, var víst oft skipt á leiðum. Ef gert var ráð
fyrir miklu vatni í Emstrukvíslinni á leið upp í Hvanngil, var beygt
í hánorður, upp að Hellunni, farið yfir Kaldaklof og stefnt á Þver-
gilið norðan við Sléttafell og þar farið upp. Var svo farið norðan
við Útigönguhöfða og Ófæruhöfða og vestur yfir Bratthálskvísl,
en þar komu leiðirnar saman aftur.
Hin leiðin, sem áður getur, lá áfram vestur Mælifellssand,
skammt fyrir norðan Bláfjallakvísl og yfir Emstrukvísl, í Hvanngil.
Emstrukvíslin er þarna oft ill yfirferðar, ef nokkur vöxtur er í
henni, stórgrýtt og straumhörð. Þegar yfir kvíslina kemur, tekur
við Hvanngil. Þar hefur víst alltaf verið áð og oft gist, því heita
má ein sandauðn frá Brytalækjum út í Hvanngil.
Innarlega í vesturbrún Hvanngils er mjög gamall leitarmanna-
kofi. Hafa líklega fjórir mcnn getað troðizt inn í hann. Þangað
ætluðu mennirnir, sem úti urðu, að ná fyrsta daginn úr Skaftár-
tungunni.
Goðasteinn
62