Goðasteinn - 01.09.1966, Page 67

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 67
kennileg og fögur í björtu veðri. Miklar sandauðnir eru að sönnu á henni á blettum, en í björtu veðri blasa hvarvetna við há og til- komumikil fjöll og jöklar eru á báðar hendur, Mýrdalsjökull, Torfa- jökull og Tindafjallajökull. ☆ ☆ ☆ Fiskimið Sandagrunn er fiskimið undan Landeyjasandi. Var þangað um klukkutíma lognróður. Mið þess voru sex, þrjú á Eyjar, þrjú á land, sem hér segir: Stampurinn á að kúra, Gerði við Kleifar, sauðagata á Suðurey, Önundarstaðir í Dalsás, Búðarhóll í Dímon, Gularás í Gilnamynni. Þetta bar heim á hausnum á Sandagrunni. Eyrað á Stampinum á Ellirey hvarf við eyna þarna á miðinu. Kleifar eru vestan á Heima- kletti, Gilnamynni er í Hvolhreppi. Dímon er kvenkennd í máli Landeyinga og Eyfellinga. Sögn Magnúsar Jónassonar frá Hólmahjáleigu. Goðasteinn 65

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.