Goðasteinn - 01.09.1966, Side 70

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 70
Jón Jósep Jóhannesson cand. ?nag. Hamragarðar undir Eyjafjöllum Fornar sagnir herma, að í landnámi Ásgerðar Asksdóttur sé býlið Hamragarðar undir Eyjafjöllum. Mér er ókunnug saga þessa staðar fram til síðustu tíma. En er ég kynntist staðnum, bjó þar búi sínu Erlendur Guðjónsson. Við Erlendur urðum lítt kunnugir, hittumst aðeins öðru hverju að vori, er ég vann með eyfellskum bændum og unglingum að gróðursetn- ingu trjáplantna í næsta nágrcnni Hamragarða. Náttúrufegurð Hamragarða trcysti ég mér ekki til að lýsa, en þar er eitt fegursta bæjarstæði á Islandi að margra dómi. Oft undraðist ég, hversu Erlendur gekk með mikilli alúð og snyrtimennsku um býli sitt. Mér fannst einhvern veginn, að þessi staður væri honum heilagt vé, cn ekki vanaleg bújörð. Erlendur ánafnaði Skógræktarfélagi Rangæinga jörð sína fyrir skemmstu, og er ætlunin að hefja þar trjá- eða skógrækt. En þenn- an fagra og sérkennilcga stað má nota á fleiri vegu. í Hamra- görðum mætti annars vegar reisa sumarbúðir eða vinnuskóla fyrir unglinga, en hins vegar koma þar upp fyrirmyndar tjaldstæðum fyrir ferðafólk. Slíkir staðir verða æ vinsælli, og leyfi ég mér í því sam- bandi að minnast á Atlavík í Hallormsstaðaskógi. Nú er mjög um það rætt, að íslenzk æska sé stödd á krossgötum. Þcir atburðir gerast ár hvert, að flokkar unglinga hópast saman á fegurstu staði landsins og vinna spjöll. En hvernig stendur á, að slíkir atburðir gerast? Hvað er gert til þess að kynna æskufólki úr bæjum landsins lífið í sveitinni? Hvað er gert til þess að kynna því ræktunarstörf og hversu margir viður- kenna í verki uppeldisgildi þeirra? Undir Eyjafjöllum eru næg og brýn verkefni fyrir vinnuskóla. 68 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.