Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 71
Hamragarðar undir Ryjafjöllum. Lfósmynd Páll jónsson.
Þar er víða mikili og alvarlegur uppblástur, sem ekki verður heftur
nema mannshöndin hjálpi til. Ræktun sanda er annað atriði, þótt
þar megi að vísu beita stórtækum vinnuvélum, en nemendur vinnu-
skóla gætu til dæmis gert við girðingar, er aflaga færu.
Ég efast um, að margir geri sér enn grein fyrir þeirri byltingu,
sem varð á högum bænda í Austur-Eyjafjallahreppi, er þeir tóku
að rækta Skógasand. Þar hefur verið sterk og örugg stjórn að verki,
þótt hún hafi ekki látið mikið yfir sér.
Þann'tg þarf að vinna í Hamragörðum.
Hér hefur verið bent á starfsemi, sem tengja mætti Hamragörð-
um. Þar sameinast tvö félög, annað í sveit, hitt átthagafélag, til að
brúa bilið milli þeirra, sem flutzt hafa brott úr héraði og hinna, er
heima sitja. Það er siðferðileg skylda þjóðarinnar og þá sérstak-
lega þeirra, sem horfið hafa brott úr sveitunum, að gera allt, sem
í þeirra valdi stendur til að efla hag þeirra og koma þar á menn-
ingarlegu jafnvægi.
fslenzk þjóð gyldi slíkt afhroð, að ókleift er um að spá, ef sveita-
fólkið fengi ekki svipaða aðstöðu til menningarlífs og bæjarbúar.
Goðasteinn
69