Goðasteinn - 01.09.1966, Side 73

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 73
Hnjúkafjöllin himinblá hamragarðar! hvítir tindar! I Rangárþingi hafa verið unnin þrekvirki í ræktunar- og land- varnarmálum í réttum skilningi þess orðs. Bændur héraðsins bund- ust samtökum um að hefta uppblástur í Landmannahreppi og á Rangárvöllum, beittu sér fyrir því að hefta landsspjöll þau, er Þverá olli í Fljótshlíð og ógnaði byggð þar, og þeir fengu því framgengt, að Þórsmörk var friðuð. Síðar kom ríkisvaldið til sögunnar og veitti aðstoð við fram- kvæmdir. Verkefnin eru enn næg, þótt ekki þurfi framar að berjast við jökulár og sandstorma. En þau eru nú fyrst og fremst félagslegs eðlis. Mig langar að lokum að beina orðum mínum til nemenda frá Skógaskóla. Þið þekkið eyfellska byggð, friðsæld hennar og frjó- magn. Ef þið legðuð þessu máli lið, myndi miklu áorkað, því að þið eruð mörg, sem stundað hafið nám við skólann. Þið kynntuzt einnig dálítið rríktunarstörfum þar. Þótt nokkuð af árangri starfs ykkar hafi farið forgörðum á köldu vori, þá er þar samt vaxinn myndarlegur vísir að birkiskógi. En þennan veika vísi þarf að vernda, bjarga landi frá örfoki og skapa heilbrigðara skemmtana- líf í hinu sögufræga Rangárþingi. I septembermánuði 1966. ☆ ☆ ☆ Kona Sæmundar fróða Sæmundur fróði giftist konu þeirri, er Ásta hét og var fátækra manna. Hún ofmetnaðist við giftinguna. Því sagði Sæmundur það, sem síðan hefur verið haft að málshætti: ,,Hvað drakk ekki Ásta, áður en hún kom að Odda, vatnið og það varla hreint"? Goðastemn 71

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.