Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 76

Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 76
annar ábúandi að Önundarstöðum, Jón Sigmundsson, en Jón Er- lendsson finnst ekki á manntali hreppsins. Hinsvegar er þá Erlend- ur Jónsson, 40 ára, ábúandi á annarri Kirkjulandshjáleigunni. Gæti hann hafa verið sonur Jóns Erlendssonar, þó ekkert verði um það fullyrt. Hann hefði þá verið um tvítugt í kirkjuferðinni. Samkvæmt manntalinu eru konur ábúendur á hjáleigunum báðum 1703. Á ann- arri eru til heimiiis aðeins tvær konur, Halla Magnúsdóttur ábú- andi, 58 ára, og Margrét Jónsdóttir, „hennar fyrirvinna“. Er ekki útilokað, að Halla þessi hafi verið ekkja Ólafs Narfasonar. Hjá- leiga þessi fór í eyði skömmu síðar, sem áður segir. I jarðabókinni segir um hana á þessa leið: „Kann ekki aftur byggjast vegna slægna- leysis og landþrengsla, sem meir og meir aukast af sandsins ágangi.“ Það var komið sumar, langþráð sumar, því veturinn var þungur í skauti, mjög harður er á leið. Vestanlands urðu menn heylausir á páskum og fjárfellir varð. Skipin komust ekki út á miðin. Föstu- daginn síðastan í góu var illviðri svo mikið, að menn nefndu það Tyrkjabyl. Hafís var svo mikill, að ekki sást út yfir hann af hæstu fjöllum. Rak hann austur fyrir land um sumarmál og hindraði róðra allt til Suðurnesja. Vorkuldi var mikill sem vænta mátti, en grasspretta samt furðu góð, svo og nýting heyja. Og sumarið 1683 varð eitt hið bezta í manna minnum. En landsfólkið bjó við hinn versta kost. Annarsvegar harðæri og mannskæðar sóttir af og til, hinsvegar dönsk kúgun. „Var af öllum landsmönnum auðmjúklega súpplicerað til konungsins, og hann beðinn að sjá vægð og vorkun til handa fátæki lands þessa.“ En alltaf var eitthvað að gerast tíðinda með þessari hrjáðu þjóð. Hinrik Bjálki, sem mest kom við sögu 1662, sálaðist. Maður var brenndur á Vestfjörðum „er galdur var borinn". Konungsbréf kom út með tilskipun um þrjá bænadaga, annað um okursölu, letingja o. fl. Þá var skipaður hinn fyrsti stiftamtmaður, Kristján Gylden- löve, launsonur Kristjáns konungs 4. Þótti hann „hinn bezti höfð- ingi“. Hann kom víst aldrei til íslands. Þá kom fororðningin fræga um klukkur landsins. Þær skyldi flytja til Bessastaða og síðan út, því kónginn vantaði eir og kopar til að endurreisa Kaupmanna- 74 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.